| Sf. Gutt

Liverpool Football Club kynnti í dag nýjan aðalbúning fyrir keppnistímabilið 2023/24. Búningurinn er að sjálfsögðu alrauður. Kraginn er þó hvítur og eins er hvítur litur fremst á ermunum.
Búningurinn er í ætt við búninginn sem Liverpool spilaði í á árunum kringum 1970. Í yfirlýsingu félagsins er sagt að búningurinn vísi til búningsins sem Liverpool spilaði í á síðasta kepnistímabilinu sem Bill Shankly stjórnaði Liverpool. Það var á leiktíðinni 1973/74 en þá vann Liverpool FA bikarinn. Hér að ofan er Kevin Keegan í svoleiðis búningi. Það væri sannarlega gaman ef Liverpool næði að vinna FA bikarinn í þessum búningi að ári!
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem þessi búningur hefur verið endurgerður ef svo má segja. Liverpool spilaði í svipuðum búningi frá 1998 til 2000. Hér að ofan er mynd af Hauki Inga Guðnasyni í þeim búningi.
Búningarnir sem Nike hefur framleitt fyrir Liverpool hafa verið umdeildir hjá stuðningsmönnum Liverpool. Sérstaklega varabúningarnir. Þessi er sennilega sá besti hingað til. En að sjálfsögðu hefur hver sína skoðun á því.
Hér er hægt að panta búninginn í forsölu í vefverslun Liverpool.
Hér eru myndir af nokkrum leikmönnum karla- og kvennaliðs Liverpool í nýja búningnum.
Búningurinn verður vígður í síðasta heimaleik Liverpool á leiktíðinni. Liverpool tekur þá á móti Aston Villa.
TIL BAKA
Nýr búningur kynntur

Liverpool Football Club kynnti í dag nýjan aðalbúning fyrir keppnistímabilið 2023/24. Búningurinn er að sjálfsögðu alrauður. Kraginn er þó hvítur og eins er hvítur litur fremst á ermunum.

Búningurinn er í ætt við búninginn sem Liverpool spilaði í á árunum kringum 1970. Í yfirlýsingu félagsins er sagt að búningurinn vísi til búningsins sem Liverpool spilaði í á síðasta kepnistímabilinu sem Bill Shankly stjórnaði Liverpool. Það var á leiktíðinni 1973/74 en þá vann Liverpool FA bikarinn. Hér að ofan er Kevin Keegan í svoleiðis búningi. Það væri sannarlega gaman ef Liverpool næði að vinna FA bikarinn í þessum búningi að ári!

Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem þessi búningur hefur verið endurgerður ef svo má segja. Liverpool spilaði í svipuðum búningi frá 1998 til 2000. Hér að ofan er mynd af Hauki Inga Guðnasyni í þeim búningi.
Búningarnir sem Nike hefur framleitt fyrir Liverpool hafa verið umdeildir hjá stuðningsmönnum Liverpool. Sérstaklega varabúningarnir. Þessi er sennilega sá besti hingað til. En að sjálfsögðu hefur hver sína skoðun á því.
Hér er hægt að panta búninginn í forsölu í vefverslun Liverpool.
Hér eru myndir af nokkrum leikmönnum karla- og kvennaliðs Liverpool í nýja búningnum.
Búningurinn verður vígður í síðasta heimaleik Liverpool á leiktíðinni. Liverpool tekur þá á móti Aston Villa.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool Football Club á afmæli í dag! -
| Sf. Gutt
Farinn eftir einn leik! -
| Sf. Gutt
Gull og silfur! -
| Sf. Gutt
Kemur heimsmeistari til Liverpool? -
| Sf. Gutt
Hvert fer James Milner? -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Markaregn í sólarblíðunni á suðurströndinni! -
| Sf. Gutt
Sadio Mané þýskur meistari -
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt að lenda -
| Sf. Gutt
Þúsund leikir!
Fréttageymslan