| Sf. Gutt

Jürgen Klopp að verða afi!


Jürgen Klopp verður afi í maí! Þjóðverjinn greindi frá þessum gleðifregnum í viðtali við pólska sjónvarpsstöð núna fyrr í vikunni. Dennis fóstursonur hans og kona hans eiga von á barni núna í maí.

Jürgen Klopp er að sjálfsögðu glaður yfir þessum frétturm. ,,Við verðum afi og amma í fyrsta sinn í maí. Við getum ekki beðið. En ég er reyndar ekki alveg tilbúinn að fara í það hlutverk að vera heilu dagana með barnabarnið, fara burtu í frí og svoleiðis. Það bíður betri tíma."

Jürgen Klopp er tvígiftur. Fyrri kona hans heitir Sabine. Þau eignuðust einn son saman og heitir hann Marc. Hann er fæddur 1988. Seinni kona Jürgen er Ulla Sandrock. Þau kynntust árið 2005 og giftust sama ár. Ulla var gift áður og á Dennis, sem senn verður faðir, frá því hjónabandi. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan