| Sf. Gutt

Af leikmannamálum


Nú er landsleikjahlé og fréttamenn fara að fjalla meira um eitt og annað en venjulega. Eitt af umfjöllunarefnunum eru leikmannamál. Hverjir fara og hverjir koma í sumar?

Daily Mirror útbjó þennan lista yfir þá leikmenn sem blaðamenn þar á bæ telja að fari frá Liverpool í sumar. Caoimhin Kelleher, Adrian San Migúel, Roberto Firmino, Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, Joël Matip, Nathaniel Phillips, Fabinho Tavarez, Arthur Melo og James Milner.Fyrir liggur að Roberto, Alex og Naby fara. Í það minnsta er frágengið með Roberto og samningar hinna tveggja renna út í sumar. Arthur er auðvitað bara í láni og hann verður örugglega ekki lengur en til vors. Meiri óvissa er með hina. Nýjustu fréttir eru að forráðamenn Liverpool vilji gera nýjan samning við James Milner. 


En hverjir koma? Fullt af miðjumönnum eru orðaðir við Liverpool. Efstur á blaði er Jude Bellingham leikmaður Borussia Dortmund. Nú um helgina voru margar fréttir um hann í hinum ýmsu fjölmiðum. Sumar hermdu að Jude muni koma til Liverpool. Aðrar að líkurnar á að hann komi til Liverpool hafi minnkað. Líklegra sé að hann fari til Real Madrid eða Manchester City. Þessi saga á trúlega eftir að halda áfram fram eftir sumri!

Núna upp á síðkastið hefur Mason Mount, miðjumaður Chelsea, verið býsna oft orðaður við Liverpool. Samningur hans við Chelsea rennur út í sumar. Ýmsir fjölmiðlar telja að Chelsea ætli ekki að bjóða honum nýjan samning. Það er svo sem ekki gott að vita hvað er hæft í þeirri kenningu.   

Við sjáum hvað setur!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan