| Sf. Gutt

Bara deildin eftir


Eftir brottfallið úr Meistaradeildinni liggur fyrir að Liverpool á bara deildarleiki eftir til vors. Það er enn að miklu að keppa í deildinni því Liverpool á enn möguleika á að ná einu af efstu fjórum sætum deildarinnar. En til þess að það markmið náist verður að ganga vel til loka leiktíðarinnar!


Liverpool spilar ekki núna um helgina því liðið er fallið úr FA bikarnum. Reyndar fara deildarleikir fram um helgina og Liverpool átti heimaleik við Fulham. En Fulham er ennþá í FA bikarnum og því er búið að fresta þeim leik. Liverpool fær því enn lengra frí en önnur lið því eftir helgina tekur við landsleikjahlé. Liverpool spilar því ekki á nýjan leik fyrr en 1. apríl.

Liverpol á 12 deildarleiki eftir. Sem fyrr segir er sá næsti ekki fyrr en 1. apríl. Liverpool mætir þá Manchester City á útivelli. Þann 4.apríl er næsti leikur og það er annar erfiður útileikur á móti Chelsea. Á páskadag leikur Liverpool svo við Arsenal á Anfield Road. Næstu þrír leikir eru því hver öðrum erfiðari!Það eru fjölmörg stig í pottinum. En til að ná stigum þarf Liverpool að komast aftur í gang eftir tvö töp í röð. Fram að því hafði liðið náð góðri rispu. Liverpool getur vel náð Meistaradeildarsæti en ljóst er að ekkert má út af bera í þeirri baráttu sem tekur við eftir landsleikjahlé. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan