| Sf. Gutt
Í dag er 131 ár liðið frá því knattspyrnufélag sem fékk nafnið Liverpool Football Club var stofnað í ensku hafnarborginni Liverpool á vesturströnd Englands. Formlegur afmælisdagur er ekki í dag en þennan dag fyrir 131 ári var haldinn fundur sem markaði stofnun félagsins þó formlegur stofndagur teljist 3. júní.
Everton hafði leikið á Anfield Road frá árinu 1884. Forráðamönnum félagsins þótti leigan, sem þeir borguðu fyrir afnot af vellinum of há, og laugardaginn 12. mars 1892 var haldinn fundur um málið. Forsvarsmenn Everton neituðu að borga uppsetta leigu til vallareigandans og hættu þar með að leika á Anfield Road. Sem betur fer!
Það var svo föstudaginn 3. júní 1892 sem knattspyrnufélagið Liverpool F.C. var skrásett hjá opinberum yfirvöldum. Það er sá dagur sem haldinn er hátíðlegur hjá félaginu sem formlegur stofndagur og því aðalafmælisdagurinn. En fundurinn sem haldinn var 15. mars markaði stofnun félagsins og hann er því líka sannarlega hátíðisdagur í sögu félagsins!
Hér má horfa á myndband sem útskýrir aðdraganda stofnunnar Liverpool Football Club.
Hér er sagt frá mikilvægi 15. mars í sögu Liverpool F.C.
TIL BAKA
Af spjöldum sögunnar!

Í dag er 131 ár liðið frá því knattspyrnufélag sem fékk nafnið Liverpool Football Club var stofnað í ensku hafnarborginni Liverpool á vesturströnd Englands. Formlegur afmælisdagur er ekki í dag en þennan dag fyrir 131 ári var haldinn fundur sem markaði stofnun félagsins þó formlegur stofndagur teljist 3. júní.
Everton hafði leikið á Anfield Road frá árinu 1884. Forráðamönnum félagsins þótti leigan, sem þeir borguðu fyrir afnot af vellinum of há, og laugardaginn 12. mars 1892 var haldinn fundur um málið. Forsvarsmenn Everton neituðu að borga uppsetta leigu til vallareigandans og hættu þar með að leika á Anfield Road. Sem betur fer!
Þriðjudaginn 15. mars var aftur haldinn fundur þar sem eigandi Anfield Road John Houlding ákvað, ásamt nokkrum öðrum stuðningsmönnum sínum, að stofna knattspyrnufélag til að leika á Anfield. Félagið sem John og samstarfsaðilar hans stofnuðu hlaut nafnið Liverpool Association Football Club. Fáir hafa unnið gagnlegri verk hvað knattspyrnu varðar. Eitt frægasta knattspyrnufélag í heimi var fætt.

Það var svo föstudaginn 3. júní 1892 sem knattspyrnufélagið Liverpool F.C. var skrásett hjá opinberum yfirvöldum. Það er sá dagur sem haldinn er hátíðlegur hjá félaginu sem formlegur stofndagur og því aðalafmælisdagurinn. En fundurinn sem haldinn var 15. mars markaði stofnun félagsins og hann er því líka sannarlega hátíðisdagur í sögu félagsins!
Hér má horfa á myndband sem útskýrir aðdraganda stofnunnar Liverpool Football Club.
Hér er sagt frá mikilvægi 15. mars í sögu Liverpool F.C.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Enn og aftur hættur við að hætta! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Tap í Madríd -
| Sf. Gutt
Tíu valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Verðum að enda leiktíðina af krafti! -
| Sf. Gutt
Stefan Bajcetic kominn í sumarfrí -
| Sf. Gutt
Bara deildin eftir -
| Sf. Gutt
Þurfum nýja og góða leikmenn! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan