| Sf. Gutt
Liverpool er með langmestu fjarvistir leikmanna vegna meiðsla það sem af er þessa keppnistímabils. Leikmenn Liverpool hafa samtals misst af 162 leikjum. Chelsea kemur næst með 124 leiki. Leikmenn Newcastle hafa verið frá í 122 leiki og Nottingham Forest í 120.
Brighton hefur sloppið best frá meiðslum en þar á bæ hafa leikmenn aðeins misst af 46 leikjum. Manchester City kemur næst þeim með 49 leiki. Á þessum tveimur liðum og Liverpool er gríðarlegur munur svo ekki sé meira sagt!
Meiðsli manna eru auðvitað misslæm ef mið er tekið af hvaða leikmenn eru meiddir. Ljóst er að meiðsli hafa komið mjög illa við leikmannahóp Liverpool. Má nefna að Luis Díaz, Diogo Jota, Roberto Firmino, Naby Keita, Thiago Alcantara, Ibrahima Konaté og Virgil van Dijk hafa misst mikið úr á leiktíðinni. Allt eru þetta lykilmenn. Fleiri leikmenn hafa líka misst úr marga leiki.
Svo er spurning af hverju svona margir leikmenn Liverpool hafa verið meiddir á þessu keppnistímabili? Trúlega eru margar ástæður fyrir því. Eitthvað er óheppni og annað er slysalegt. En það ætti að vera hægt að fækka meiðslum og lækka þessar tölur með fyrirbyggjandi vinnu læknaliðs.
TIL BAKA
Mestu meiðslin!

Liverpool er með langmestu fjarvistir leikmanna vegna meiðsla það sem af er þessa keppnistímabils. Leikmenn Liverpool hafa samtals misst af 162 leikjum. Chelsea kemur næst með 124 leiki. Leikmenn Newcastle hafa verið frá í 122 leiki og Nottingham Forest í 120.
Brighton hefur sloppið best frá meiðslum en þar á bæ hafa leikmenn aðeins misst af 46 leikjum. Manchester City kemur næst þeim með 49 leiki. Á þessum tveimur liðum og Liverpool er gríðarlegur munur svo ekki sé meira sagt!
Meiðsli manna eru auðvitað misslæm ef mið er tekið af hvaða leikmenn eru meiddir. Ljóst er að meiðsli hafa komið mjög illa við leikmannahóp Liverpool. Má nefna að Luis Díaz, Diogo Jota, Roberto Firmino, Naby Keita, Thiago Alcantara, Ibrahima Konaté og Virgil van Dijk hafa misst mikið úr á leiktíðinni. Allt eru þetta lykilmenn. Fleiri leikmenn hafa líka misst úr marga leiki.
Svo er spurning af hverju svona margir leikmenn Liverpool hafa verið meiddir á þessu keppnistímabili? Trúlega eru margar ástæður fyrir því. Eitthvað er óheppni og annað er slysalegt. En það ætti að vera hægt að fækka meiðslum og lækka þessar tölur með fyrirbyggjandi vinnu læknaliðs.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vil vera sem lengst! -
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk.
Fréttageymslan