| Sf. Gutt

Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!

Í kvöld verður lokað fyrir félagskipti knattspyrnumanna. Eins og vant er verður fylgst með gangi mála hér á Liverpool.is.


22:00. Það stóð ekki til að Liverpool myndi kaupa neitt í dag. Álit flestara sparkspekinga er að Liverpool ætli að gera allt sem mögulega er hægt að gera til að kaupa Jude Bellingham frá Borussia Dortmund í sumar. Það er á hinn bóginn annað mál hvort það tekst. 

21:00. Chelsea keypti Argentínumanninn Enzo Fernandez frá Benfica fyrir metfé. Heimsmeistarar félagsliða borguðu 106 milljónir sterlingspunda fyrir miðjumanninn sem var kjörinn efnilegasti leikmaðurinn á HM. Enskt lið hefur ekki áður borgað hærri upphæð fyrir leikmann. Þegar heimsmeistaramótið var í gangi var talað um að Liverpool hefði áhuga á Enzo. 


19:00. Jonjo Shelvey er farinn frá Newcastle United. Nottingham Forest keypti hann. 


18:00. Martin Kelly, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið lánaður frá West Bromwich Albion til Wigan. Martin er búinn að vera hjá WBA frá 2022. 

17:00. Kvennalið Liverpool hefur fengið liðsstyrk. Natasha Dowie spilar til loka leiktíðar í láni frá Reading. Natasha spilaði áður með Liverpool.   


16:00. Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fyrrum leikmönnum Liverpool. Brentford hefur lánað Sergi Canos til Olympiakos í Grikklandi. Hann spilaði einn leik með Liverpool á sínum tíma. 

Jake Cain

13:00. Einn ungliði hefur yfirgefið Liverpool. Um er að ræða miðjumanninn Jake Cain. Hann er alinn upp hjá Liverpool og varð Unglingabikarmeistari með Liverpool 2019. Hann var í láni hjá Newport County á síðustu leiktíð. Hann er núna búinn að gera samning við Swindon Town sem spilar í fjórðu efstu deild. Jake lék einn leik með aðalliði Liverpool.

12:00. Liverpool hefur lánað ungliðann Luke Chambers til skoska liðsins Kilmarnock. Liðið leikur í efstu deild í Skotlandi.


12:00. Hafi Nathaniel Phillips verið til sölu þá er hann það líklega ekki lengur. Í dag kom í ljós að Ibrahima Konaté er meiddur og verður frá í hálfan mánuð eða svo. 


7:00. Nefnt hefur verið að Alex Oxlade-Chamberlain og Nathaniel Phillips verði hugsanlega til sölu í dag. 

6:30. Jürgen Klopp sagði eftir leik Liverpool og Brighton í gær að Liverpool myndi ekki kaupa neitt áður en lokað verður fyrir félagaskipti. Það er því ekki við miklu að búast í félagaskiptamálum til kvölds. 


6:00. Liverpool keypti hollenska framherjann Cody Gakpo frá PSV Eindhoven.  

Hér að ofan er farið yfir stöðuna hvað kaup og sölur varðar eins og hún er núna. Einn hefur verið keyptur en ekki er búist við fleiri kaupum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan