| Sf. Gutt

Alltaf að reyna að læra meira!


Margir myndu telja að Mohamed Salah kynni allt í knattspyrnu enda með bestu leikmönnum í heimi. En Egyptinn segist alltaf vera að reyna að læra meira. 

,,Ég er alltaf að reyna að læra meira. Reyna að komast að því í hverju ég get bætt mig. Ég er mjög hreinskilinn við sjálfan mig um á hvaða sviðum ég get tekið framförum á."


,,Ég er alltaf að reyna að að vera glaður og meðvitaður. Þá er hægt að gleðjast og vera þakklátur fyrir hvað maður hefur. Mér finnst að ég sé mjög lánsamur með hvar ég er staddur í tilverunni og reyni einfaldlega að njóta þess sem mér hefur hlotnast."


Mohamed Salah er núna í Dúbaí við æfingar með liðsfélögum sínum. Egytaland komst ekki á HM og hefur því getað hvílt sig vel síðustu vikurnar.  

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan