| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Landsleikjahrotunni er lokið. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er að baki. Það liggur nú fyrir að Króatía, Spánn, Ítalía og Holland fara áfram í undanúrslit. 

Fyrirliði Liverpool sneri aftur til leiks eftir meiðsli þegar Englendingar mættu Þjóðverjum á Wembley. Jordan Henderson spilaði síðustu mínútur leiksins sem endaði 3:3. Sá leikur fór fram á mánudagskvöldið. Þetta var 70. landsleikur Jordan. Nokkuð var fjallað um að Trent Alexander-Arnold var ekki í liðshópi enskra. 

Grikkir unnu Norður Íra 3:1. Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn. Conor Bradley spilaði með Norður Írum. Báðir léku líka fyrri leiki þjóða sinna í Þjóðadeildinni. Grikkir töpuðu þá 1:0 í Kýpur en Norður Írar unnu Kósóvó 2:1. 

Diogo Jota var í liði Portúgals sem tapaði 0:1 heima fyrir Spánverjum.

Brasilíumenn unnu Túnis 5:1 í æfingaleik. Alisson Becker var í markinu hjá Brasilíumönnum. Þeir Fabinho Tavarez og Roberto Firmino voru varamenn.


Urúgvæ vann Kanada 2:0. Darwin Nunez skoraði seinna markið með skalla eftir sendingu Luis Suarez.

Luis Díaz spilaði með Kólumbíu sem vann Mexíkó 3:2 í vináttuleik. Mexíkó komst tveimur mörkum yfir en Kólumbía sneri við blaðinu og vann. 

Þess má geta að Sadio Mané skoraði úr víti á laugardaginn þegar Senegal hafði 2:0 sigur á Bólivíu.

Fjöldi af yngri leikmönnum Liverpool spiluðu með sínum landsliðum. Harvey Elliott lék sína fyrstu landsleiki fyrir undir 21. árs lið Englands.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan