| Sf. Gutt
Landsleikjahrotunni er lokið. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er að baki. Það liggur nú fyrir að Króatía, Spánn, Ítalía og Holland fara áfram í undanúrslit.
Fyrirliði Liverpool sneri aftur til leiks eftir meiðsli þegar Englendingar mættu Þjóðverjum á Wembley. Jordan Henderson spilaði síðustu mínútur leiksins sem endaði 3:3. Sá leikur fór fram á mánudagskvöldið. Þetta var 70. landsleikur Jordan. Nokkuð var fjallað um að Trent Alexander-Arnold var ekki í liðshópi enskra.
Grikkir unnu Norður Íra 3:1. Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn. Conor Bradley spilaði með Norður Írum. Báðir léku líka fyrri leiki þjóða sinna í Þjóðadeildinni. Grikkir töpuðu þá 1:0 í Kýpur en Norður Írar unnu Kósóvó 2:1.
Diogo Jota var í liði Portúgals sem tapaði 0:1 heima fyrir Spánverjum.
Brasilíumenn unnu Túnis 5:1 í æfingaleik. Alisson Becker var í markinu hjá Brasilíumönnum. Þeir Fabinho Tavarez og Roberto Firmino voru varamenn.
Urúgvæ vann Kanada 2:0. Darwin Nunez skoraði seinna markið með skalla eftir sendingu Luis Suarez.
Luis Díaz spilaði með Kólumbíu sem vann Mexíkó 3:2 í vináttuleik. Mexíkó komst tveimur mörkum yfir en Kólumbía sneri við blaðinu og vann.
Þess má geta að Sadio Mané skoraði úr víti á laugardaginn þegar Senegal hafði 2:0 sigur á Bólivíu.
Fjöldi af yngri leikmönnum Liverpool spiluðu með sínum landsliðum. Harvey Elliott lék sína fyrstu landsleiki fyrir undir 21. árs lið Englands.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Landsleikjahrotunni er lokið. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er að baki. Það liggur nú fyrir að Króatía, Spánn, Ítalía og Holland fara áfram í undanúrslit.
Fyrirliði Liverpool sneri aftur til leiks eftir meiðsli þegar Englendingar mættu Þjóðverjum á Wembley. Jordan Henderson spilaði síðustu mínútur leiksins sem endaði 3:3. Sá leikur fór fram á mánudagskvöldið. Þetta var 70. landsleikur Jordan. Nokkuð var fjallað um að Trent Alexander-Arnold var ekki í liðshópi enskra.
Grikkir unnu Norður Íra 3:1. Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn. Conor Bradley spilaði með Norður Írum. Báðir léku líka fyrri leiki þjóða sinna í Þjóðadeildinni. Grikkir töpuðu þá 1:0 í Kýpur en Norður Írar unnu Kósóvó 2:1.
Diogo Jota var í liði Portúgals sem tapaði 0:1 heima fyrir Spánverjum.
Brasilíumenn unnu Túnis 5:1 í æfingaleik. Alisson Becker var í markinu hjá Brasilíumönnum. Þeir Fabinho Tavarez og Roberto Firmino voru varamenn.

Urúgvæ vann Kanada 2:0. Darwin Nunez skoraði seinna markið með skalla eftir sendingu Luis Suarez.
Luis Díaz spilaði með Kólumbíu sem vann Mexíkó 3:2 í vináttuleik. Mexíkó komst tveimur mörkum yfir en Kólumbía sneri við blaðinu og vann.
Þess má geta að Sadio Mané skoraði úr víti á laugardaginn þegar Senegal hafði 2:0 sigur á Bólivíu.
Fjöldi af yngri leikmönnum Liverpool spiluðu með sínum landsliðum. Harvey Elliott lék sína fyrstu landsleiki fyrir undir 21. árs lið Englands.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan