| Sf. Gutt

Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!

Við, á Liverpool.is, munum standa vaktina og fylgjast með atburðum síðasta dags áður en lokað verður fyrir félagaskipti í kvöld.

22:15. Þá liggur allt fyrir. Liverpool keypti Fabio Carvalho, Darwin Nunez og Calvin Ramsay í sumar. Sadio Mané, Divock Origi, Takumi Minamino, Loris Karius, Sheyi Ojo, Ben Woodburn, Neco Williams, Ben Davies og Tom Clayton yfirgáfu félagið. Arthur Melo kom að láni. Liverpool lánaði svo 17 leikmenn. 


21:30. Staðfest hefur verið að Arthur Melo er kominn í herbúðir Liverpool. Brasilíski miðjumaðurinn kemur sem lánsmaður frá Juventus og verður hjá Liverpool út þessa leiktíð. 

18:00. Ungliðinn Owen Beck var lánaður til Famalicao í Portugal í sumar. Hann fékk ekki nein tækifæri þar svo hann kom aftur til baka. Liverpool dreif piltinn í lán á nýjan leik og hann er nú kominn til Bolton Wanderes. Owen hefur leikið tvo leiki með aðalliði Liverpool. 


17:00. Það er alltaf gaman að fylgjast með fyrrum leikmönnum Liverpool. Martin Kelly er búinn að spila með Crystal Palace síðustu árin. Hann yfirgaf félagið í dag og gekk til liðs við West Bromwich Albion. 


16:00. Þörfin fyrir nýjan miðjumann jókst í gærkvöldi þegar Jordan Henderson fór af velli á móti Newcastle. Eftir leik var tilkynnt að Jordan væri meiddur. Hann tognaði aftan í læri. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá.


15:30. Liverpool hefur lánað þrjá ungliða í dag. Jack Bearne hefur verið lánaður til Kidderminster Harriers. Jack hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpoool. Paul Glatzel er kominn í lán til Tranmere Rovers. Hann var þar í láni á síðasta keppnistímabili. Fidel O'Rourke er farinn í lán til Caernarfon Town sem er lið í Wales. Jack og Paul voru í sigurliði Liverpool sem vann Unglingabikarkeppnina 2019. Paul er einmitt með bikarinn á myndinni hér að ofan.

14:00.
Ekkert er meira að frétta af Arthur. Reyndar segir Liverpool Echo í grein að hann sé kominn til Liverpool til að fara í læknisskoðun.

12:00. Flestir traustustu miðlar segja að Liverpool sé að vinna í því að fá brasilíska miðjumanninn Arthur Melo að láni. Hann spilar með Juventus.

9:00.  Sóknarmaðurinn Paul Glatzel hefur verið lánaður til Tranmere Rovers út tímabilið. Tranmere spila í League Two og Glatzel þekkir ágætlega til félagsins þar sem hann var á láni hjá þeim á síðasta tímabili einnig. Hann skoraði sex mörk í 21 leik í öllum keppnum á þá og öðlast vonandi enn meiri reynslu í baráttunni í neðstu atvinnumanna deildinni á Englandi. Glatzel er 21 árs gamall og hefur verið hjá Liverpool frá unga aldri.

7:30. Það er spurning hvort Liverpool láni fleiri ungliða í dag.  


7:15. Liverpool hefur lánað nokkra menn í sumar. Síðastur í þeirri röð er Sepp van den Berg. Hann var lánaður til Schalke í Þýskalandi. 

7:00. Ekki er reiknað með að Liverpool kaupi leikmann eða menn í dag. Það er þó ekki alveg útilokað því forráðamenn félagsins eru sem stendur að leita að miðjumanni.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan