| Sf. Gutt
Liverpool vann í kvöld 2:1 sigur á Newcastle United á Anfield Road. Sigurmarkið var skorað með síðasta sparki leiksins. Ótrúleg endalok!
Það var kannski ekki að undra að Jürgen Klopp skyldi tefla fram sama liði og á móti Bounemouth um helgina. Liverpool vann jú þann leik 9:0! Það voru gott að sjá þá Joel Matip og Curtis Jones á varamannabekknum. Báðir hafa verið meiddir að undanförnu.
Liverpool byrjaði af krafti en gestirnir vörðust vel og lengi vel án mikilla vandræða. Fyrsta hættulega færi leiksins kom eftir rúman hálftíma. Roberto Firmino gaf inn í vítateiginn á Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn komst framhjá Nick Pope markmanni Newcastle en skot hans fór yfir markið. Þar hefði Luis átt að hitta markið. Í stað þess að Liverpool kæmist yfir þá gerði Newcastle það á 38. mínútu. Liverpool missti boltann á miðjunni. Gestirnir færðu sér það í nyt og nýliðinn Alexander Isak fékk sendingu inn í vítateiginn. Svíinn tók við við boltanum og skoraði með föstu skoti sem Alisson Becker átti ekki möguleika á að verja. Skjórarnir leiddu með þessu marki í hálfleik.
Liverpool hélt áfram að sækja eftir hlé en gekk sem fyrr illa að ógna Newcastle að neinu marki. Á 60. mínútu þurfti Nick loksins að verja þegar hann varði skot sem Harvey Elliott átti frá vítateig. Harvey var búinn að spila mjög vel. Mínútu síðar jafnaði Liverpool. Þar kom að góðu samspili sem endaði með því að Mohamed Salah fékk boltann hægra megin í vítateignum. Hann renndi boltanum fyrir fætur Roberto Firmino sem skoraði með nákvæmu skoti neðst í hornið fjær. Fallegt mark!
Á 71. mínútu fannst Jürgen tími til kominn að hressa upp á liðið sitt. Hann sendi þá Fabio Carvalho, Kostas Tsimikas og James Milner til leiks. Báðum bakvörðunum var skipt af velli og tóku James og Kostas stöður þeirra. Jordan Henderson fór líka af velli en hann fann fyrir meiðslum aftan í læri.
Leikur Liverpool batnaði og sérstaklega var Fabio sprækur. Það stóð þó sem fyrr á færum. Reyndar lék vörn Newcastle stórvel og varnarmenn liðsins hentu sér hvað eftir annað fyrir marktilraunir Liverpool. Svo drápu leikmenn liðsins hraðann í leiknum niður við hvert tækifæri og Nick var reyndar byrjaður að tefja strax í fyrri hálfleik!
Þegar komið var að leikslokum var tilkynnt að fimm mínútum yrði bætt við leiktímann. Liverpool sótti og sótti en ekkert gekk. Joe Gomez skaut hátt upp í stúku og þá töldu flestir að allt væri búið. En mikil þreyta sótti á nokkra leikmenn leikmenn Newcastle sem þurftu að leggjast niður vegna krampa. Út af þessu bætti dómarinn við meiðslatímann.
Liverpool fékk svo horn frá hægri. James tók hornið. Joe vann skallaeinvígi og boltinn barst til vinstri þar sem Mohamed skallaði. Varnarmaður reyndi að hreinsa. Boltinn fór hátt í loft upp og Mohamed stökk aftur upp í boltann. Í framhaldinu féll boltinn fyrir fætur Fabio Carvalho sem tók boltann viðstöðulaust á lofti. Boltinn small í þverslánni og þeyttist af henni inn í markið! Allt trylltist af fögnuði á Anfield og fögnuðurinn hefur örugglega heyrst um alla borgina. Liverpool hafði unnið leikinn með síðasta sparki leiksins!
Liverpool lék lengst af ekki vel. Enn einu sinni lenti Liverpool undir en eins og svo oft áður náði Rauði herinn að snúa blaðinu við og vinna magnaðan sigur!
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (61. mín.) og Fabio Carvalho (90. mín.).
Mark Newcastle United: Alexander Isak (38. mín.).
Gul spjöld: Jamaal Lascelles og Kieran Trippier.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.316.
Maður leiksins: Fabio Carvalho. Það er ekki annað hægt en að velja manninn sem skoraði sigurmark leiksins með síðasta sparki leiksins.
Jürgen Klopp: ,,Þetta er auðvitað geysilega mikil hvatning fyrir okkur. Það var margt sem reyndi á taugarnar í kvöld en svo varð þetta allt í einu ein besta kvöldstund sem við höfum upplifað. Svona getur knattspyrnan verið!".
- Roberto Firmino skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Fabio Carvalho skoraði sitt annað mark á keppnistímabilinu.
- Liverpool hefur skorað eitt eða fleiri mörk í síðustu 27 heimaleikjum sínum í deildinni á móti Newcastle.
TIL BAKA
Sigurmark með síðasta sparki leiksins!
Liverpool vann í kvöld 2:1 sigur á Newcastle United á Anfield Road. Sigurmarkið var skorað með síðasta sparki leiksins. Ótrúleg endalok!
Það var kannski ekki að undra að Jürgen Klopp skyldi tefla fram sama liði og á móti Bounemouth um helgina. Liverpool vann jú þann leik 9:0! Það voru gott að sjá þá Joel Matip og Curtis Jones á varamannabekknum. Báðir hafa verið meiddir að undanförnu.
Liverpool byrjaði af krafti en gestirnir vörðust vel og lengi vel án mikilla vandræða. Fyrsta hættulega færi leiksins kom eftir rúman hálftíma. Roberto Firmino gaf inn í vítateiginn á Luis Díaz. Kólumbíumaðurinn komst framhjá Nick Pope markmanni Newcastle en skot hans fór yfir markið. Þar hefði Luis átt að hitta markið. Í stað þess að Liverpool kæmist yfir þá gerði Newcastle það á 38. mínútu. Liverpool missti boltann á miðjunni. Gestirnir færðu sér það í nyt og nýliðinn Alexander Isak fékk sendingu inn í vítateiginn. Svíinn tók við við boltanum og skoraði með föstu skoti sem Alisson Becker átti ekki möguleika á að verja. Skjórarnir leiddu með þessu marki í hálfleik.
Liverpool hélt áfram að sækja eftir hlé en gekk sem fyrr illa að ógna Newcastle að neinu marki. Á 60. mínútu þurfti Nick loksins að verja þegar hann varði skot sem Harvey Elliott átti frá vítateig. Harvey var búinn að spila mjög vel. Mínútu síðar jafnaði Liverpool. Þar kom að góðu samspili sem endaði með því að Mohamed Salah fékk boltann hægra megin í vítateignum. Hann renndi boltanum fyrir fætur Roberto Firmino sem skoraði með nákvæmu skoti neðst í hornið fjær. Fallegt mark!
Á 71. mínútu fannst Jürgen tími til kominn að hressa upp á liðið sitt. Hann sendi þá Fabio Carvalho, Kostas Tsimikas og James Milner til leiks. Báðum bakvörðunum var skipt af velli og tóku James og Kostas stöður þeirra. Jordan Henderson fór líka af velli en hann fann fyrir meiðslum aftan í læri.
Leikur Liverpool batnaði og sérstaklega var Fabio sprækur. Það stóð þó sem fyrr á færum. Reyndar lék vörn Newcastle stórvel og varnarmenn liðsins hentu sér hvað eftir annað fyrir marktilraunir Liverpool. Svo drápu leikmenn liðsins hraðann í leiknum niður við hvert tækifæri og Nick var reyndar byrjaður að tefja strax í fyrri hálfleik!
Þegar komið var að leikslokum var tilkynnt að fimm mínútum yrði bætt við leiktímann. Liverpool sótti og sótti en ekkert gekk. Joe Gomez skaut hátt upp í stúku og þá töldu flestir að allt væri búið. En mikil þreyta sótti á nokkra leikmenn leikmenn Newcastle sem þurftu að leggjast niður vegna krampa. Út af þessu bætti dómarinn við meiðslatímann.
Liverpool fékk svo horn frá hægri. James tók hornið. Joe vann skallaeinvígi og boltinn barst til vinstri þar sem Mohamed skallaði. Varnarmaður reyndi að hreinsa. Boltinn fór hátt í loft upp og Mohamed stökk aftur upp í boltann. Í framhaldinu féll boltinn fyrir fætur Fabio Carvalho sem tók boltann viðstöðulaust á lofti. Boltinn small í þverslánni og þeyttist af henni inn í markið! Allt trylltist af fögnuði á Anfield og fögnuðurinn hefur örugglega heyrst um alla borgina. Liverpool hafði unnið leikinn með síðasta sparki leiksins!
Liverpool lék lengst af ekki vel. Enn einu sinni lenti Liverpool undir en eins og svo oft áður náði Rauði herinn að snúa blaðinu við og vinna magnaðan sigur!
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (61. mín.) og Fabio Carvalho (90. mín.).
Mark Newcastle United: Alexander Isak (38. mín.).
Gul spjöld: Jamaal Lascelles og Kieran Trippier.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.316.
Maður leiksins: Fabio Carvalho. Það er ekki annað hægt en að velja manninn sem skoraði sigurmark leiksins með síðasta sparki leiksins.
Jürgen Klopp: ,,Þetta er auðvitað geysilega mikil hvatning fyrir okkur. Það var margt sem reyndi á taugarnar í kvöld en svo varð þetta allt í einu ein besta kvöldstund sem við höfum upplifað. Svona getur knattspyrnan verið!".
Fróðleikur
- Roberto Firmino skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Fabio Carvalho skoraði sitt annað mark á keppnistímabilinu.
- Liverpool hefur skorað eitt eða fleiri mörk í síðustu 27 heimaleikjum sínum í deildinni á móti Newcastle.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum!
Fréttageymslan