| Grétar Magnússon
Nú fer að styttast í annan endann á þessari landsleikjatörn, við tökum upp þráðinn frá síðasta skammti og rennum yfir gengi leikmanna Liverpool í þeim.
Fimmtudaginn 9. júní spilaði Naby Keita með landsliði Gíneu gegn Malaví í undankeppni Afríkumótsins 2023. Keita skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma og tryggði þar með sínum mönnum fyrstu stigin í riðlinum en fyrsti leikurinn tapaðist gegn Egyptalandi.
Diogo Jota spilaði í 80 mínútur með Portúgal í 2-0 sigri á Tékklandi og Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn þegar Grikkir sigruðu Kýpur 3-0. Þá spilaði Conor Bradley síðustu mínúturnar í leik Norður-Íra og Kósovó á útivelli þar sem heimamenn í Kósovó sigruðu 3-2. Allt voru þetta leikir í Þjóðadeildinni.
Föstudaginn 10. júní spilaði Ibrahima Konaté sinn fyrsta landsleik fyrir Frakka er hann var í byrjunarliðinu gegn Austurríki í Vínarborg. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og spilaði Konaté allan leikinn.

Harvey Elliott var á ferðinni með U-21 árs landsliði Englands þegar þeir mættu Kósovó á útivelli. Elliott lagði upp tvö mörk í 0-5 sigri sem þýddi að enska liðið fór taplaust í gegnum undankeppni Evrópumóts U-21 árs liða. Curtis Jones sat á varamannabekknum allan tímann.
Þá spilaði Takumi Minamino síðustu 10 mínúturnar í vináttuleik Japans og Ghana þar sem Japanir sigruðu 4-1.
Á laugardaginn mættust Írland og Skotland í Þjóðadeildinni í Dublin. Caoimhin Kelleher spilaði allan leikinn í marki Íra og Andy Robertson spilaði sömuleiðis allan leikinn fyrir Skota í vörninni. Írar höfðu ekki átt góðu gengi að fagna í leikjum sínum fram að þessum leik en gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 3-0. Kelleher sagði eftir leik: ,,Þetta voru frábær úrslit. Liðið á þetta skilið því við höfum lagt mikið á okkur í síðustu leikjum. Stóri leikurinn var í dag og það var virkilega ánægjulegt að fagna sigri."
Neco Williams og félagar í Wales mættu Belgum á heimavelli í Þjóðadeildinni. Williams spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli.
Sunnudaginn 12. júní mættust Grikkland og Kósovó í Þjóðadeildinni og þar sigruðu Grikkir 2-0. Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn.
Í sama riðli kom Conor Bradley inná sem varamaður á 69. mínútu fyrir Norður-Íra í 2-2 jafntefli á heimavelli. Norður-Írland lenti undir 0-2 en jöfnuðu metin í uppbótartíma.
Diogo Jota kom svo inná í seinni hálfleik þegar Portúgal mætti Sviss á útivelli. Því miður gat Jota ekki breytt stöðunni fyrir sína menn sem töpuðu 1-0.
TIL BAKA
Enn af landsleikjum

Fimmtudaginn 9. júní spilaði Naby Keita með landsliði Gíneu gegn Malaví í undankeppni Afríkumótsins 2023. Keita skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma og tryggði þar með sínum mönnum fyrstu stigin í riðlinum en fyrsti leikurinn tapaðist gegn Egyptalandi.
Diogo Jota spilaði í 80 mínútur með Portúgal í 2-0 sigri á Tékklandi og Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn þegar Grikkir sigruðu Kýpur 3-0. Þá spilaði Conor Bradley síðustu mínúturnar í leik Norður-Íra og Kósovó á útivelli þar sem heimamenn í Kósovó sigruðu 3-2. Allt voru þetta leikir í Þjóðadeildinni.
Föstudaginn 10. júní spilaði Ibrahima Konaté sinn fyrsta landsleik fyrir Frakka er hann var í byrjunarliðinu gegn Austurríki í Vínarborg. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og spilaði Konaté allan leikinn.

Harvey Elliott var á ferðinni með U-21 árs landsliði Englands þegar þeir mættu Kósovó á útivelli. Elliott lagði upp tvö mörk í 0-5 sigri sem þýddi að enska liðið fór taplaust í gegnum undankeppni Evrópumóts U-21 árs liða. Curtis Jones sat á varamannabekknum allan tímann.
Þá spilaði Takumi Minamino síðustu 10 mínúturnar í vináttuleik Japans og Ghana þar sem Japanir sigruðu 4-1.

Á laugardaginn mættust Írland og Skotland í Þjóðadeildinni í Dublin. Caoimhin Kelleher spilaði allan leikinn í marki Íra og Andy Robertson spilaði sömuleiðis allan leikinn fyrir Skota í vörninni. Írar höfðu ekki átt góðu gengi að fagna í leikjum sínum fram að þessum leik en gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 3-0. Kelleher sagði eftir leik: ,,Þetta voru frábær úrslit. Liðið á þetta skilið því við höfum lagt mikið á okkur í síðustu leikjum. Stóri leikurinn var í dag og það var virkilega ánægjulegt að fagna sigri."
Neco Williams og félagar í Wales mættu Belgum á heimavelli í Þjóðadeildinni. Williams spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli.

Sunnudaginn 12. júní mættust Grikkland og Kósovó í Þjóðadeildinni og þar sigruðu Grikkir 2-0. Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn.
Í sama riðli kom Conor Bradley inná sem varamaður á 69. mínútu fyrir Norður-Íra í 2-2 jafntefli á heimavelli. Norður-Írland lenti undir 0-2 en jöfnuðu metin í uppbótartíma.
Diogo Jota kom svo inná í seinni hálfleik þegar Portúgal mætti Sviss á útivelli. Því miður gat Jota ekki breytt stöðunni fyrir sína menn sem töpuðu 1-0.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool Football Club á afmæli í dag! -
| Sf. Gutt
Farinn eftir einn leik! -
| Sf. Gutt
Gull og silfur! -
| Sf. Gutt
Kemur heimsmeistari til Liverpool? -
| Sf. Gutt
Hvert fer James Milner? -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Markaregn í sólarblíðunni á suðurströndinni! -
| Sf. Gutt
Sadio Mané þýskur meistari -
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt að lenda -
| Sf. Gutt
Þúsund leikir!
Fréttageymslan