| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Markakóngur
Mohamed Salah er markakóngur úrvalsdeildar með 23 mörk í 35 leikjum, hann lagði líka upp flest mörk allra í deildinni eða 13 talsins. Hann deilir markakóngstitlinum með Son Heung-min hjá Tottenham.

Þetta er í þriðja sinn sem Egyptinn vinnur gullskóinn í deildinni. Hörð keppni var um nafnbótina að þessu sinni, fyrir lokaumferðina var Son einu marki á eftir Salah en Kóreumaðurinn skoraði tvö mörk í lokaleik Tottenham þegar liðið vann Norwich City 0:5. Salah kom inná sem varamaður gegn Úlfunum og skoraði eitt mark sem jafnaði Son og þeir félagar deila því þessum eftirsóttu verðlaunum.
Salah hlaut einnig verðlaun fyrir flestar stoðsendingar á tímabilinu en þar var hann í baráttu við liðsfélaga sinn, Trent Alexander-Arnold. Egyptinn endaði með 13 slíkar en Trent var með 12.
Nú þegar einn leikur er eftir af tímabilinu er Salah með 31 mörk í öllum keppnum. Okkar vegna má hann alveg bæta við mörkum í síðasta leik tímabilsins, nánar tiltekið gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 28. maí.

Þetta er í þriðja sinn sem Egyptinn vinnur gullskóinn í deildinni. Hörð keppni var um nafnbótina að þessu sinni, fyrir lokaumferðina var Son einu marki á eftir Salah en Kóreumaðurinn skoraði tvö mörk í lokaleik Tottenham þegar liðið vann Norwich City 0:5. Salah kom inná sem varamaður gegn Úlfunum og skoraði eitt mark sem jafnaði Son og þeir félagar deila því þessum eftirsóttu verðlaunum.
Salah hlaut einnig verðlaun fyrir flestar stoðsendingar á tímabilinu en þar var hann í baráttu við liðsfélaga sinn, Trent Alexander-Arnold. Egyptinn endaði með 13 slíkar en Trent var með 12.
Nú þegar einn leikur er eftir af tímabilinu er Salah með 31 mörk í öllum keppnum. Okkar vegna má hann alveg bæta við mörkum í síðasta leik tímabilsins, nánar tiltekið gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 28. maí.

Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan