| Grétar Magnússon
Í dag var staðfest að Portúgalinn Fabio Carvalho hefur skrifað undir samning við Liverpool sem tekur gildi þann 1. júlí næstkomandi. Carvalho er 19 ára og þykir mikið efni.
Þessar fréttir koma nú lítið á óvart þar sem helstu miðlar voru búnir að fjalla um þessi félagsskipti en auðvitað er aldrei neitt öruggt fyrr en félagið sjálft hefur tjáð sig um málið. Carvalho hefur spilað allan sinn feril hjá Fulham og var lykilmaður í liðinu sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni fyrr á tímabilinu með sigri í næst efstu deild. Þar spilaði hann 36 leiki, skoraði tíu mörk og lagði upp önnur átta. Tímabilið 2020-21 þegar Fulham voru í úrvalsdeildinni kom hann við sögu í fjórum leikjum og í sínum fyrsta byrjunarliðsleik gegn Southampton, í maí 2021, skoraði hann sitt eina úrvalsdeildarmark til þessa. Alls spilaði hann 44 leiki með aðalliði Fulham.
Carvalho er með tvöfalt ríkisfang og hefur spilað fyrir yngri landslið Englands en á þessu ári var hann kallaður í U-21 árs landslið Portúgals og spilaði með þeim tvo leiki.
Við tökum þessum fréttum að sjálfsögðu fagnandi því þarna virðist félagið hafa fengið til sín leikmann sem ætti að vera klár í slaginn með aðalliðinu á næsta tímabili. Framtíðin er auðvitað óskrifað blað en er að sjálfsögðu björt hjá þessum unga og efnilega leikmanni.
TIL BAKA
Fabio Carvalho til Liverpool

Þessar fréttir koma nú lítið á óvart þar sem helstu miðlar voru búnir að fjalla um þessi félagsskipti en auðvitað er aldrei neitt öruggt fyrr en félagið sjálft hefur tjáð sig um málið. Carvalho hefur spilað allan sinn feril hjá Fulham og var lykilmaður í liðinu sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni fyrr á tímabilinu með sigri í næst efstu deild. Þar spilaði hann 36 leiki, skoraði tíu mörk og lagði upp önnur átta. Tímabilið 2020-21 þegar Fulham voru í úrvalsdeildinni kom hann við sögu í fjórum leikjum og í sínum fyrsta byrjunarliðsleik gegn Southampton, í maí 2021, skoraði hann sitt eina úrvalsdeildarmark til þessa. Alls spilaði hann 44 leiki með aðalliði Fulham.
Carvalho er með tvöfalt ríkisfang og hefur spilað fyrir yngri landslið Englands en á þessu ári var hann kallaður í U-21 árs landslið Portúgals og spilaði með þeim tvo leiki.
Við tökum þessum fréttum að sjálfsögðu fagnandi því þarna virðist félagið hafa fengið til sín leikmann sem ætti að vera klár í slaginn með aðalliðinu á næsta tímabili. Framtíðin er auðvitað óskrifað blað en er að sjálfsögðu björt hjá þessum unga og efnilega leikmanni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning
Fréttageymslan