| Sf. Gutt
Unglingalið Liverpool komst í kvöld áfram í Unglingabikarkeppninni. Liðið er komið í gegnum tvær umferðir það sem af er leiktíðarinnar.
Liverpool vann Burnley 4:1 á heimavelli í kvöld. Pólverjinn Mateusz Musialowski skoraði tvö mörk. Melkamu Frauendorf og Oakley Cannonier skoruðu hin mörkin. Sean Etaluku skoraði mark Burnley og minnkaði muninn í 3:1 en sú var staðan í hálfleik. Melkamu Frauendorf lék sinn fyrsta aðalliðsleik um daginn þegar Liverpool vann Shrewsbury í FA bikarnum.
Liverpool sló Fleetwood Town út úr keppninni í desember eftir 4:0 sigur í Liverpool. Luke Chambers skoraði fyrsta mark leiksins og svo bætti Mateusz við þremur mörkum.
Mateusz Musialowski er sannarlega búinn að láta að sér kveða í keppninni með fimm mörkum í tveimur leikjum. Pólverjinn var einn besti leikmaður Liverpool þegar liðið komst í úrslitaleik keppninnar á síðustu leiktíð. Liverpool tapaði úrslitaleiknum 2:1 fyrir Aston Villa.
Liverpool er komið í fimmtu umferð keppninnar og mætir Chelsea í þeirri umferð. Leikurinn fer fram í Liverpool.
TIL BAKA
Áfram í Unglingabikarnum

Unglingalið Liverpool komst í kvöld áfram í Unglingabikarkeppninni. Liðið er komið í gegnum tvær umferðir það sem af er leiktíðarinnar.
Liverpool vann Burnley 4:1 á heimavelli í kvöld. Pólverjinn Mateusz Musialowski skoraði tvö mörk. Melkamu Frauendorf og Oakley Cannonier skoruðu hin mörkin. Sean Etaluku skoraði mark Burnley og minnkaði muninn í 3:1 en sú var staðan í hálfleik. Melkamu Frauendorf lék sinn fyrsta aðalliðsleik um daginn þegar Liverpool vann Shrewsbury í FA bikarnum.
Liverpool sló Fleetwood Town út úr keppninni í desember eftir 4:0 sigur í Liverpool. Luke Chambers skoraði fyrsta mark leiksins og svo bætti Mateusz við þremur mörkum.

Mateusz Musialowski er sannarlega búinn að láta að sér kveða í keppninni með fimm mörkum í tveimur leikjum. Pólverjinn var einn besti leikmaður Liverpool þegar liðið komst í úrslitaleik keppninnar á síðustu leiktíð. Liverpool tapaði úrslitaleiknum 2:1 fyrir Aston Villa.
Liverpool er komið í fimmtu umferð keppninnar og mætir Chelsea í þeirri umferð. Leikurinn fer fram í Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan