Af spjöldum sögunnar!

Í dag eru 20 ár liðin frá því Michael Owen, þá leikmaður Liverpool, fékk Gullboltann. Hann er eini leikmaður Liverpool til að hljóta þá viðurkenningu.

Michael Owen vann kosninguna með nokkrum yfirburðum og þó var hann í keppni við marga frábæra leikmenn. Hér að neðan má sjá hvernig staða efstu manna í kjörinu var.

Það var sannarlega vel af sér vikið hjá Michael að vinna Gullboltann 2001. Hann fékk viðurkenninguna eftir glæsilegt keppnistímabil hjá Liverpool 2000/01 þegar liðið vann Deildarbikarinn, FA bikarinn og Evrópukeppni félagsliða. Um sumarið bætti Liverpool Samfélagsskildinum og Stórbikar Evrópu í safnið. Alls vann liðið fimm titla á almanaksárinu 2001 og Michael átti stóran hlut í þeim magnaða árangri.

Sem fyrr segur hefur enginn leikmaður Liverpool annar en Michael Owen fengið Gullboltann. Kevin Keegan fékk Gullboltann árin 1978 og 1979 en þá var hann leikmaður Hamburger SV og farinn frá Liverpool. Aðeins sex Bretar hafa unnið Gullboltann. Fyrir utan Kevin og Michael hafa Stanley Matthews (1956), Dennis Law (1964), Bobby Charlton (1966) og George Best (1968) unnið verðlaunin eftirsóttu.
-
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo -
| Sf. Gutt
Varð bara að skalla boltann! -
| Sf. Gutt
Sannfærandi sigur! -
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Curtis með met!

