| Sf. Gutt

Allt það helsta um Steve McManaman


Steve McManaman er heiðursgestur árshátíðar Liverpool klúbbsins í ár. Hér er allt það helsta um þennan magnaða leikmann.

Nafn: Steven McManaman.

Fæðingardagur: 11. febrúar 1972.

Fæðingarstaður: Bootle Liverpool á Englandi.

Félög: Liverpool 1990-1999, Real Madrid 1999-2003 og Manchester City 2003-2005.


Leikir með Liverpool: 364.


Mörk fyrir Liverpool: 66.

Stoðsendingar: 85.


Titlar með Liverpool: F.A. bikarmeistari: 1992. Deildarbikarmeistari: 1995.


Titlar með Real Madrid: Spánarmeistari: 2001 og 2003. Stórbikar Spánar: 2001. Evrópubikarmeistari: 2000 og 2002. Stórbikar Evrópu 2002.

Landsleikir með Englandi: 37. 

Landsleikjamörk: 3.Fróðleikur!

- Steve hélt með Everton þegar hann var lítill.

- Everton bauð Steve samning á unglingsárum hans. Pabbi hans hafnaði tilboðinu og tók tilboði Liverpool. Tilboð Liverpool var til lengri tíma. 

- Það hafði líka mikið að segja um að Steve fór til Liverpool að Kenny Dalglish gaf honum knattspyrnuskóna sína. 

- Steve var mjög efnilegur í fjálsum íþróttum og náði góðum árangri í lengri hlaupagreinum á yngri árum.

- Hann varð fyrstur Englendinga til að vinna Evrópubikarinn með liði utan Englands. 

- Steve er giftur Victoria Edwards og eiga þau þrjú börn saman. Stúlkurnar Ella og Lara og piltinn Lucas James.

- Steve hefur unnið sem sparkspekingur í sjónvarpi eftir að hann hætti að spila knattspyrnu. 

- Hann hefur frá 2013 komið að þjálfun hjá unglingaliðum Liverpool.- Steve hefur alla tíð haft áhuga á hestum og veðreiðum. Hann og Robbie Fowler eiga saman fyrirtæki sem gera út keppnishesta. 


Steve McMamaman

,,Ég er eiginlega mun áhugasamari um veðreiðar en knattspyrnu."

Fyrir þá sem vilja vita meira er hér hlekkur á umfjöllun um kappann sem birtist í Rauða Hernum fyrr á þessu ári. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan