| Grétar Magnússon
Liverpool mætti spænska liðinu Athletic Bilbao á Anfield í dag, lokatölur voru 1-1.
40.000 áhorfendur voru á vellinum og var það mikið fagnaðarefni að sjá loksins áhorfendur aftur á Anfield. Byrjunarlið okkar manna var þannig skipað: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Milner, Keita, Elliott, Mané, Salah, Jota. Varamenn: Karius, Pitaluga, R. Williams, Gordon, Woodburn, Beck, Cain, Morton, Bradley, Koumetio.
Kop stúkan tók strax við sér þegar leikurinn var flautaður á og setti tóninn fyrir heimamenn. Aðeins 13 mínútur voru liðnar þegar Diogo Jota skoraði eftir góða pressu á varnarmenn mótherjanna. Naby Keita vann boltann og sendi á Mané sem lagði boltann á Jota. Portúgalinn skaut boltanum hnitmiðað með vinstri fæti í fjærhornið. Skömmu síðar hefði Jota getað skorað aftur eftir flott samspil Mané og Salah, sá síðarnefndi sendi fyrir markið þar sem Jota var mættur en Spánverjarnir hreinsuðu á línu.
Alexander-Arnold átti svo fínt skot sem Julen Agirrezabala, markvörður Bilbao, mátti hafa sig allan við að verja. Hinumegin þurfti Alisson að vera vel á verði þegar Inaki Williams gerði sig líklegan. Fleiri færi litu dagsins ljós á báða bóga en inn vildi boltinn ekki. Skömmu fyrir hálfleik meiddist svo Andy Robertson og þurfti að fara af velli. Meiðslin litu ekki vel út og Skotinn þarf að fara í nánari skoðun eftir helgi til að fá úr skorið hversu lengi hann verður frá.
Staðan 1-0 í hálfleik en gestirnir jöfnuðu metin eftir aðeins átta mínútur þeim seinni. Alejandro Berenguer skoraði þá eftir fínan undirbúning frá áðurnefndum Williams og Oihan Sancet. Um miðjan hálfleikinn fékk Mané ágætt skotfæri eftir undirbúning Keita en Agirrezabala varði vel. Korteri fyrir leikslok sýndi Harvey Elliott svo flotta takta á hægri kantinum en flott skot hans small í samskeytunum. Lokatölur því 1-1 í fínni skemmtun á Anfield.
TIL BAKA
Jafntefli á Anfield

40.000 áhorfendur voru á vellinum og var það mikið fagnaðarefni að sjá loksins áhorfendur aftur á Anfield. Byrjunarlið okkar manna var þannig skipað: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Milner, Keita, Elliott, Mané, Salah, Jota. Varamenn: Karius, Pitaluga, R. Williams, Gordon, Woodburn, Beck, Cain, Morton, Bradley, Koumetio.
Kop stúkan tók strax við sér þegar leikurinn var flautaður á og setti tóninn fyrir heimamenn. Aðeins 13 mínútur voru liðnar þegar Diogo Jota skoraði eftir góða pressu á varnarmenn mótherjanna. Naby Keita vann boltann og sendi á Mané sem lagði boltann á Jota. Portúgalinn skaut boltanum hnitmiðað með vinstri fæti í fjærhornið. Skömmu síðar hefði Jota getað skorað aftur eftir flott samspil Mané og Salah, sá síðarnefndi sendi fyrir markið þar sem Jota var mættur en Spánverjarnir hreinsuðu á línu.
Alexander-Arnold átti svo fínt skot sem Julen Agirrezabala, markvörður Bilbao, mátti hafa sig allan við að verja. Hinumegin þurfti Alisson að vera vel á verði þegar Inaki Williams gerði sig líklegan. Fleiri færi litu dagsins ljós á báða bóga en inn vildi boltinn ekki. Skömmu fyrir hálfleik meiddist svo Andy Robertson og þurfti að fara af velli. Meiðslin litu ekki vel út og Skotinn þarf að fara í nánari skoðun eftir helgi til að fá úr skorið hversu lengi hann verður frá.
Staðan 1-0 í hálfleik en gestirnir jöfnuðu metin eftir aðeins átta mínútur þeim seinni. Alejandro Berenguer skoraði þá eftir fínan undirbúning frá áðurnefndum Williams og Oihan Sancet. Um miðjan hálfleikinn fékk Mané ágætt skotfæri eftir undirbúning Keita en Agirrezabala varði vel. Korteri fyrir leikslok sýndi Harvey Elliott svo flotta takta á hægri kantinum en flott skot hans small í samskeytunum. Lokatölur því 1-1 í fínni skemmtun á Anfield.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan