| Sf. Gutt
Þeir Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu í fyrsta sinn eftir langt hlé vegna meiðsla í síðustu viku. Virgil lýsti langri og erfiðri leið, á Instagram síðu sinni, eftir leikinn.
,,Fyrir 285 dögum hóf ég langt ferðalag sem miðaði að því að ég gæti spilað knattspyrnu á nýjan leik. Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum núna en efst í huga er sú tilfinning að mér finnst ég hafa notið blessunnar að hafa átt vísan stuðning svo margra ótrúlegra aðila. Skurðlæknisins, sjúkraþjálfarannna minna, þjálfaranna og starfsliðsins sem hafa staðið þétt við bakið á mér frá fyrsta degi. Liðsfélagar mínir eiga þakkir skildar fyrir að veita mér orku og fyrir að halda mér á floti. Stuðningsmennirnir eiga líka þakkir skildar fyrir ást, stuðning og hvatningu. Fjölskyldan mín er þó efst á blaði því ég væri ekkert án hennar."
,,Til ykkar allra vil ég senda mínar innilegustu þakkir. Vinnunni er ekki lokið núna. Hún er rétt að byrja. Við höldum okkar striki áfram!"
Mögnuð orð hjá Virgil van Dijk. Þau segja mikið um þær löngu og erfiðu leiðir sem margir íþróttamenn þurfa að leggja að baki til að ná bata eftir alvarleg meiðsli.
TIL BAKA
Löng leið að baki!

Þeir Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu í fyrsta sinn eftir langt hlé vegna meiðsla í síðustu viku. Virgil lýsti langri og erfiðri leið, á Instagram síðu sinni, eftir leikinn.

,,Fyrir 285 dögum hóf ég langt ferðalag sem miðaði að því að ég gæti spilað knattspyrnu á nýjan leik. Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum núna en efst í huga er sú tilfinning að mér finnst ég hafa notið blessunnar að hafa átt vísan stuðning svo margra ótrúlegra aðila. Skurðlæknisins, sjúkraþjálfarannna minna, þjálfaranna og starfsliðsins sem hafa staðið þétt við bakið á mér frá fyrsta degi. Liðsfélagar mínir eiga þakkir skildar fyrir að veita mér orku og fyrir að halda mér á floti. Stuðningsmennirnir eiga líka þakkir skildar fyrir ást, stuðning og hvatningu. Fjölskyldan mín er þó efst á blaði því ég væri ekkert án hennar."

,,Til ykkar allra vil ég senda mínar innilegustu þakkir. Vinnunni er ekki lokið núna. Hún er rétt að byrja. Við höldum okkar striki áfram!"
Mögnuð orð hjá Virgil van Dijk. Þau segja mikið um þær löngu og erfiðu leiðir sem margir íþróttamenn þurfa að leggja að baki til að ná bata eftir alvarleg meiðsli.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!
Fréttageymslan