| Sf. Gutt
Taiwo Awoniyi hefur yfirgefið Liverpool. Hann kom til félagsins árið 2015 og var þá 18 ára. Hann lék aldrei með Liverpool þar sem hann hann fékk lengi vel ekki atvinnuleyfi á Bretlandi. Það var ekki fyrr en í vor sem hann fékk atvinnuleyfi á Bretlandi.
Taiwo var í dag seldur til þýska liðsins Union Berlin en hann var þar í láni á síðasta keppnistímabili. Liverpool fær sex og hálfa milljón sterlingspunda fyrir. Verður það að teljast gott verð fyrir leikmann sem spilaði aldrei með Liverpool. Í sölusamningum er ákvæði þess efnis að Liverpool fái tíu prósent af söluverði þegar og ef Taiwo verður seldur frá Union Berlin.
Taiwo, sem er framherji, er búinn að spila með sex lánsliðum frá því hann kom til Liverpool. FSV Frankfurt 2015–2016, NEC 2016–2017, Royal Excel Mouscron 2017–2018, Gent 2018–2019, Royal Excel Mouscron 2019, Mainz 05 2019–2020 og Union Berlin 2020–2021. Sannarlega langt ferðalag. Nú er að vona að Taiwo haldi áfram á sömu braut hjá Union Berlin en honum gekk mjög vel þar á síðasta keppnistímabili. Óhætt er að segja að saga Taiwo sé nokkuð merkileg.
Taiwo er frá Nígeríu og hefur spilað með yngri landsliðum þjóðarinnar. Árið 2013 var hann í liði Nígeríu sem vann Heimsmeistarakeppni undir 17 ára. Tveimur árum seinna lék hann með Nígeríu þegar liðið vann Afríkukeppni undir 20 ára.
TIL BAKA
Taiwo Awoniyi seldur frá Liverpool

Taiwo Awoniyi hefur yfirgefið Liverpool. Hann kom til félagsins árið 2015 og var þá 18 ára. Hann lék aldrei með Liverpool þar sem hann hann fékk lengi vel ekki atvinnuleyfi á Bretlandi. Það var ekki fyrr en í vor sem hann fékk atvinnuleyfi á Bretlandi.
Taiwo var í dag seldur til þýska liðsins Union Berlin en hann var þar í láni á síðasta keppnistímabili. Liverpool fær sex og hálfa milljón sterlingspunda fyrir. Verður það að teljast gott verð fyrir leikmann sem spilaði aldrei með Liverpool. Í sölusamningum er ákvæði þess efnis að Liverpool fái tíu prósent af söluverði þegar og ef Taiwo verður seldur frá Union Berlin.

Taiwo, sem er framherji, er búinn að spila með sex lánsliðum frá því hann kom til Liverpool. FSV Frankfurt 2015–2016, NEC 2016–2017, Royal Excel Mouscron 2017–2018, Gent 2018–2019, Royal Excel Mouscron 2019, Mainz 05 2019–2020 og Union Berlin 2020–2021. Sannarlega langt ferðalag. Nú er að vona að Taiwo haldi áfram á sömu braut hjá Union Berlin en honum gekk mjög vel þar á síðasta keppnistímabili. Óhætt er að segja að saga Taiwo sé nokkuð merkileg.
Taiwo er frá Nígeríu og hefur spilað með yngri landsliðum þjóðarinnar. Árið 2013 var hann í liði Nígeríu sem vann Heimsmeistarakeppni undir 17 ára. Tveimur árum seinna lék hann með Nígeríu þegar liðið vann Afríkukeppni undir 20 ára.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan