| Sf. Gutt

Af Suður Ameríkukeppninni


Suður Ameríkukeppninni er lokið. Fulltrúar Liverpool fóru eins langt og hægt var í keppninni en höfðu ekki erindi sem erfiði. Argentína vann keppnina.

Brasilía og Argentína mættust í úrslitaleiknum á  Maracana-leikvanginum í Ríó de Janeiro á laugardagskvöldið að íslenskum tíma. Brasilía hafði titil að verja frá því fyrir tveimur árum. Argentínumenn komust yfir á 22. mínútu þegar Angel di Maria skoraði. Þessa mark dugði Argentínu til sigurs og færði þeim Suður Ameríkutitilinn í 15. sinn. Argentína og Úrúgvæ hafa unnið keppnina jafn oft. Þetta var fyrsti stórtititill Argentínu í knattspyrnu í 28 ár. 

Enginn af fulltrúum Liverpool hóf leikinn. Roberto Firmino kom inn á sem varamaður í hálfleik. Alisson Becker og Fabinho Tavarez voru varamenn allan tímann. Alisson og Roberto voru í sigurliði Brasilíu 2019 en máttu sætta sig við silfur að þessu sinni. 



Lionel Messi vann þarna sinn fyrsta stórtitil með landsliði. Hann hafði þó unnið Olympíugull áður. Hann var kjörinn Leikmaður keppninnar, varð markahæstur og átti flestar stoðsendingar. Sami leikmaður hefur aldrei áður fengið allar þessar þrjár viðurkenningar á sama stórmótinu. 

Kólumbía varð í þriðja sæti á mótinu. Þeir unnu Perú 3:2 í leik um sæti þrjú og fjögur. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan