| Sf. Gutt

Mohamed efstur á blaði!


Afrek Mohamed Salah hjá Liverpool eru mörg og mikil. Enginn hefur í sögu félagsins skorað fleiri mörk á fyrstu fjórum leiktíðum sínum hjá félaginu.

Mohamed kom til Liverpool sumarið 2017 og skoraði 44 mörk á fyrstu leiktíð sinni. Það var met hjá leikmanni Liverpool á sinni fyrstu sparktíð. Á keppnistímabilinu 2018/19 skoraði Egyptinn 27 mörk. Mörkunum fækkaði aðeins á sparktíðinni 2019/20 en þá skoraði hann 23 mörk. Á liðinni leiktíð bætti Mohamed í og skoraði 31 mark. Þetta gera samtals 125 mörk í 203 leikjum.


Þess má geta að í leikjunum 203 hefur Mohamed átt 43 stoðsendingar. Þegar mörk og stoðsendingar eru lögð saman kemur út talan 168. Hann hefur því komið að 168 mörkum á ferli sínum hjá Liverpool sem er frábær árangur.   

Þegar fyrstu fjögur keppnistímabil leikmanna í sögu Liverpool eru skoðuð kemur í ljós að enginn hefur skorað viðlíkan fjölda marka og Mohamed. Hann er sem fyrr segir með 125 mörk. Næstur kemur Robbie Fowler með níu færri. Roger Hunt er svo 15 mörkum á eftir egypska framherjanum. Magnaður árangur hjá Mohamed!

Hér að neðan er listi yfir þá leikmenn Liverpool sem hafa skorað flest mörk á fyrstu fjórum keppnistímabilum sínum hjá Liverpool. Mörk í öllum keppnum eru talin. 


1. Mohamed Salah 125 mörk.


2. Robbie Fowler 116 mörk.3. Roger Hunt 110 mörk.


4. Ian Rush 108 mörk.5.Kenny Dalglish 97 mörk.

6. Harry Chambers 85 mörk.

7. Luis Suarez 82 mörk. 

8 - 9. Fernando Torres 81 mark.

8 - 9. Sadio Mané 81 mark.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan