| Sf. Gutt

Halda ró og einbeitingu!


Rafael Benítez hefur bæði stjórnað Liverpool og Real Madrid. Hann segir Liverpool eiga góða möguleika á að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar þó svo liðið hafi tapað 3:1 í Madríd. En til þess að svo fari þurfi leikmenn Liverpool að halda ró sinni og einbeitingu eins lengi og þurfi!



,,Eins og staðan í rimmunni er þá kemst liðið aftur inn í myndina með því að skora eitt mark. Það skiptir engu máli þó það taki klukkutíma. Lykilatriði er að vera ekki of æstir. Hafa stjórn á sér og flýta sér hægt. Umfram allt að halda einbeitingunni!"





Það kemur ekki á óvart að Rafael Benítez nefni þessi atriði ofar öðrum. Hann brýndi þetta aftur og aftur fyrir leikmönnum sínum þegar hann var framkvæmdastjóri Liverpool. Rafael veit líka hvernig á að fara að því að vinna Evrópubikarinn. Hann stýrði Liverpool til sigurs í Meistaradeildinni 2005 og kom svo liðinu aftur í úrslit tveimur árum seinna en þá mátti hann sætta sig við tap.


Rafael hóf knattspyrnuferil sinn hjá Real Madrid en lék aldrei með aðalliði félagsins. Hann tók við sem framkvæmdastjóri liðsins á leiktíðinni 2015 en var látinn fara í byrjun árs 2016. Rafael var framkvæmdastjóri Liverpool frá 2044 til 2010.

Spánverjinn var síðast framkvæmdastjóri hjá kínverska liðinu Dalian Professional. Hann tók við því sumarið 2019 en lét af störfum nú í janúar. Hann er því á lausu!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan