| HI
Jürgen Klopp segir meiðslameðferðina á Virgil van Dijk ganga vel, en hann eigi þó enn langt í land með að vera leikhæfur. Hann vill þó ekki nefna neinar tímasetninga í þeim efnum.
Van Dijk, sem hefur verið frá síðan í október, setti nýlega inn færslu á Twitter sem sýnir hann byggja upp þolið af krafti á þrekhjólinu í æfingasalnum í Kirkby. Þar er ekki að sjá, í það minnsta fyrir þá sem ekki þekkja til, að nokkuð sé að há honum. Klopp er ánægður með hvernig endurhæfingin gengur. „Þetta gengur vel en það er enn langt í land, þetta eru þannig meiðsli. Ég er mjög ánægður að sjá þessi myndskeið frá honum því þau sýna að hann er að komast í betra stand. En það mun taka langan tíma, þannig er það bara.“
Klopp hefur ekki viljað nefna neinar tímasetningar á því hvenær van Dijk verður leikhæfur. Frank de Boer landsliðsþjálfari Hollendinga hefur hins vegar sagt að eftir að hafa talað við van Dijk á Facetime sé hann vongóður um að varnarmaðurinn geri verið með hollenska landsliðinu á EM í sumar, ef ekkert bakslag kemur. Almennt telja fjölmiðlar að hann muni ekki koma við sögu hjá Liverpool fyrr en undir lok tímabilsins.
TIL BAKA
Van Dijk á enn langt í land

Van Dijk, sem hefur verið frá síðan í október, setti nýlega inn færslu á Twitter sem sýnir hann byggja upp þolið af krafti á þrekhjólinu í æfingasalnum í Kirkby. Þar er ekki að sjá, í það minnsta fyrir þá sem ekki þekkja til, að nokkuð sé að há honum. Klopp er ánægður með hvernig endurhæfingin gengur. „Þetta gengur vel en það er enn langt í land, þetta eru þannig meiðsli. Ég er mjög ánægður að sjá þessi myndskeið frá honum því þau sýna að hann er að komast í betra stand. En það mun taka langan tíma, þannig er það bara.“
Klopp hefur ekki viljað nefna neinar tímasetningar á því hvenær van Dijk verður leikhæfur. Frank de Boer landsliðsþjálfari Hollendinga hefur hins vegar sagt að eftir að hafa talað við van Dijk á Facetime sé hann vongóður um að varnarmaðurinn geri verið með hollenska landsliðinu á EM í sumar, ef ekkert bakslag kemur. Almennt telja fjölmiðlar að hann muni ekki koma við sögu hjá Liverpool fyrr en undir lok tímabilsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan