| Sf. Gutt
Mohamed Salah er tilbúinn í slaginn á nýjan leik. Hann fór til Egyptalands til að spila með landsliðinu en spilaði ekkert. Ástæðan var sú að hann var talinn hafa smitast af veirunni skæðu eftir að hafa farið í brúðkaup hjá bróður sínum. Fyrsta skimun sýndi smit og hann lék því ekkert með landsliðinu.
Aftur var skimað og þá virtist ekkert smit vera á ferðinni. Mohamed fór því heim til Liverpool fyrir helgina en hann gat ekki spilað á móti Leicester þar sem frekari rannsóknir þurfti til. Skimun á Englandi staðfesti svo að Mohamed var ekki smitaður og hann mætti á nýja æfingasvæði Liverpool í dag.
Mohamed Salh ætti að verða til taks í Evrópuleiknum á móti Atalanta á miðvikudagskvöldið. Hann hefur reyndar ekkert spilað frá því Liverpool mætti Manchester City fyrir landsleikjahlé. Það góða er að hann hefur fengið fína hvíld á þessum tíma sem liðinn er frá síðasta leik!
TIL BAKA
Mohamed tilbúinn í slaginn

Mohamed Salah er tilbúinn í slaginn á nýjan leik. Hann fór til Egyptalands til að spila með landsliðinu en spilaði ekkert. Ástæðan var sú að hann var talinn hafa smitast af veirunni skæðu eftir að hafa farið í brúðkaup hjá bróður sínum. Fyrsta skimun sýndi smit og hann lék því ekkert með landsliðinu.

Aftur var skimað og þá virtist ekkert smit vera á ferðinni. Mohamed fór því heim til Liverpool fyrir helgina en hann gat ekki spilað á móti Leicester þar sem frekari rannsóknir þurfti til. Skimun á Englandi staðfesti svo að Mohamed var ekki smitaður og hann mætti á nýja æfingasvæði Liverpool í dag.
Mohamed Salh ætti að verða til taks í Evrópuleiknum á móti Atalanta á miðvikudagskvöldið. Hann hefur reyndar ekkert spilað frá því Liverpool mætti Manchester City fyrir landsleikjahlé. Það góða er að hann hefur fengið fína hvíld á þessum tíma sem liðinn er frá síðasta leik!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hvað verður um Darwin? -
| Sf. Gutt
Sóknarmenn í sigtinu! -
| Sf. Gutt
Er ókyrrð í mönnum? -
| Sf. Gutt
Númer 20 lagt til hliðar -
| Sf. Gutt
Minningarorð Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn
Fréttageymslan