| Sf. Gutt

Ótrúleg tilfinning!



Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, fagnaði Englandmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í gærkvöldi. Hann segir tilfinninguna að hafa unnið deildina ótrúlega.

,,Tilfinningin er ótrúleg og ef satt skal segja þá er erfitt að lýsa henni. Þegar flautað var til leiksloka kom þessi ótrúlega tilfinning aftur og sérstaklega þar sem allt liðið og starfsfólkið var saman. Það er vissulega léttir að ná takmarkinu en svo fylgir líka þessi ótrúlega góða tilfinning."   

Liverpool náði ótrúlegum árangri í deildinni á síðustu leiktíð og aðeins munaði einu stigi að titillinn næðist. Jordan sagði að liðið hefði þjappað sér saman eftir vonbrigðin og sett allt í að reyna að ná titlinum í þetta sinn. 

,,Ég held að maður geti notað svona reynslu sem hvatningu og ná sér í aukaorku til að halda áfram að settu marki á hverju sem gengur. Að leggja allt í að komast yfir marklínuna og klára verkefnið. Við spiluðum frábærlega á síðasta keppnistímabili en við höfðum heppnina ekki með okkur. City var með magnað lið og náði að skáka okkur undir lokin. Við börðumst á meðan nokkur möguleiki var og meira var ekki hægt að gera."


,,En svo unnum við Meistaradeildina nokkrum vikum seinna. Það hjálpaði til og á þessari leiktíð höfum við verið frábærir. Nú er bara að halda áfram að reyna að bæta okkur, halda áfram að gera það sem hefur gengið vel fram til þessa en líka að reyna að halda áfram að taka framförum og læra. Ef okkur tekst það þá er ég viss um að við getum unnið fleiri titla í nánustu framtíð."

Jordan Henderson tekur við Englandsbikarnum eftir nokkrar vikur. Það verður mögnuð stund!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan