| Sf. Gutt
Þó svo ekkert hafi verið gefið eftir á Goodison Park frekar en í öðrum 236 grannarimmum Liverpool og Everton þá voru leikmenn liðanna ryðgaðir eins og skiljanlegt var. Varla var hægt að segja að færi hafi skapast í fyrri hálfleik.
Liverpool var lengst af með boltann eftir hlé en heimamenn voru fastir fyrir og ætluðu greinilega að halda hreinu. Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Everton gott færi. Dominic Calvert-Lewin náði þá hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá vinstri. Alisson Becker henti sér niður og varði vel með því að krafla boltann frá. Tom Davies náði frákastinu en skot hans fór í stöng og Virgil van Dijk bjargaði í horn. Eftir hornið barst boltinn yfir á fjærstöng á Dominic en hann náði ekki vel til boltans og skalli hans fór framhjá. Nokkrum andartökum seinna missti varamaðurinn Dejan Lovren Richarlison inn fyrir sig. Króatinn komst þó aftur til varnar en Richarlison lék á hann og skaut að marki við vinstra markteigshornið. Alisson stóð, beið þess sem verða vildi og varði svo skot landa síns. Frábærlega gert hjá Alisson.
Í viðbótartíma fékk Liverpool aukaspyrnu ekki ýkja langt utan vítateigs. Fabinho Tavarez tók spyrnuna en Jordan Pickford sló boltann yfir. Vel varið. Leiknum lauk því án marka og voru úrslitin sanngjörn í alla staði.
Ekki vantaði mörkin endilega þó ekki væru áhorfendur viðstaddir því síðustu tveimur leikjum liðanna fyrir þennan á Goodison Park hefur lokið án marka. Liverpool þarf nú fimm stig til viðbótar til að verða Englandsmeistari. Titillinn færist nær og nær!
Maður leiksins: Alisson Becker. Brasilíumaðurinn stóð álengdar mest allan leikinn enda Liverpool mikið með boltann. Hann stóð þó vaktina með fullri einbeitingu. Tvær frábærar markvörslur sýndu hversu magnaður hann er!
Jürgen Klopp: Við verðskulduðum stigið sem við fengum. Leikskipulag Everton var vel útfært. Við þurftum því að hlaupa mikið. Úthaldið var gott hjá okkur og við vorum tilbúnir í slaginn. Þetta var grannaslagur. Það fór ekkert á milli mála þó engir áhorfendur væru á leiknum.
- Liverpool þarf nú fimm stig til að verða Englandsmeistari í 19. sinn.
- Þetta var 236. leikur Liverpool og Everton í öllum keppnum.
- Everton og Liverpool skildu jöfn án marka þriðju leiktíðina í röð á Goodison Park.
- Sjö af síðustu átta leikjum grannliðanna á Goodison hafa endað með jafntefli.
- Liverpool hefur nú leikið 22 leiki í röð án þess að tapa fyrir Everton.
- Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 11. leik sínum á móti Everton. Enginn hefur tapast. Það er nýtt félagsmet að framkvæmdastjóri Liverpool hafi ekki tapað í fyrstu 11 grannarimmum sínum á móti Everton!
- Alisson Becker lék sinn 80. leik með Liverpool.
TIL BAKA
Jafnglími í Liverpool
Eftir 106 daga hlé vegna veirunnar skæðu gengu leikmenn Liverpool liðanna til leiks fyrir tómum Goodison Park. Fordæmalausar aðstæður! Liðin skildu jöfn án marka.
Þó svo ekkert hafi verið gefið eftir á Goodison Park frekar en í öðrum 236 grannarimmum Liverpool og Everton þá voru leikmenn liðanna ryðgaðir eins og skiljanlegt var. Varla var hægt að segja að færi hafi skapast í fyrri hálfleik.
Liverpool var lengst af með boltann eftir hlé en heimamenn voru fastir fyrir og ætluðu greinilega að halda hreinu. Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Everton gott færi. Dominic Calvert-Lewin náði þá hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá vinstri. Alisson Becker henti sér niður og varði vel með því að krafla boltann frá. Tom Davies náði frákastinu en skot hans fór í stöng og Virgil van Dijk bjargaði í horn. Eftir hornið barst boltinn yfir á fjærstöng á Dominic en hann náði ekki vel til boltans og skalli hans fór framhjá. Nokkrum andartökum seinna missti varamaðurinn Dejan Lovren Richarlison inn fyrir sig. Króatinn komst þó aftur til varnar en Richarlison lék á hann og skaut að marki við vinstra markteigshornið. Alisson stóð, beið þess sem verða vildi og varði svo skot landa síns. Frábærlega gert hjá Alisson.
Í viðbótartíma fékk Liverpool aukaspyrnu ekki ýkja langt utan vítateigs. Fabinho Tavarez tók spyrnuna en Jordan Pickford sló boltann yfir. Vel varið. Leiknum lauk því án marka og voru úrslitin sanngjörn í alla staði.
Ekki vantaði mörkin endilega þó ekki væru áhorfendur viðstaddir því síðustu tveimur leikjum liðanna fyrir þennan á Goodison Park hefur lokið án marka. Liverpool þarf nú fimm stig til viðbótar til að verða Englandsmeistari. Titillinn færist nær og nær!
Maður leiksins: Alisson Becker. Brasilíumaðurinn stóð álengdar mest allan leikinn enda Liverpool mikið með boltann. Hann stóð þó vaktina með fullri einbeitingu. Tvær frábærar markvörslur sýndu hversu magnaður hann er!
Jürgen Klopp: Við verðskulduðum stigið sem við fengum. Leikskipulag Everton var vel útfært. Við þurftum því að hlaupa mikið. Úthaldið var gott hjá okkur og við vorum tilbúnir í slaginn. Þetta var grannaslagur. Það fór ekkert á milli mála þó engir áhorfendur væru á leiknum.
Fróðleikur
- Liverpool þarf nú fimm stig til að verða Englandsmeistari í 19. sinn.
- Þetta var 236. leikur Liverpool og Everton í öllum keppnum.
- Everton og Liverpool skildu jöfn án marka þriðju leiktíðina í röð á Goodison Park.
- Sjö af síðustu átta leikjum grannliðanna á Goodison hafa endað með jafntefli.
- Liverpool hefur nú leikið 22 leiki í röð án þess að tapa fyrir Everton.
- Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 11. leik sínum á móti Everton. Enginn hefur tapast. Það er nýtt félagsmet að framkvæmdastjóri Liverpool hafi ekki tapað í fyrstu 11 grannarimmum sínum á móti Everton!
- Alisson Becker lék sinn 80. leik með Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Darwin í banni með Úrúgvæ -
| Sf. Gutt
Vil vinna allt! -
| Sf. Gutt
Craig Bellamy tekur við Wales -
| Sf. Gutt
Mikill fjöldi landsliðsmanna -
| Sf. Gutt
Af mikilvægi andlegrar heilsu -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð!
Fréttageymslan