| Sf. Gutt

Draumur að vera kominn til Liverpool!


Harvey Elliott segir að það sé algjör draumur að vera kominn til Liverpool. Hann hefur haldið með Liverpool frá því hann var lítill. Það kom honum í opna skjöldu þegar var á mála hjá Fulham og hann áttaði sig á því að Liverpool hefði áhuga á honum. 

,,Það kom mér í opna skjöldu. Á þeim tímapunkti hélt ég að það væri bara eitthvað rugl. Ég hugsaði með mér. Bíddu rólegur. Er þetta virkilega að gerast? Þegar ég steig fæti inn á Melwood í fyrsta sinn hugsaði ég með mér. Vá! Þetta er raunverulegt!"


Harvey segist stundum varla trúa því að draumur hans um að verða leikmaður Liverpool hafi orðið að veruleika. Hann lætur stundum hugann reika!

,,Ég staldara ennþá af og til við og til að hugsa út í þá staðreynd að ég sé farinn að spila með leikmönnum sem ég er búinn að horfa á og fylgjast með síðustu þrjú, fögur árin. Það er algjör draumur að vera kominn til Liverpool!"

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan