| Sf. Gutt
Þó nú sé hlé í ensku knattspyrnunni þá er Jürgen Klopp vakinn og sofinn yfir málefnum liðsins síns. Hann segist hugsa um leikmenn sína allan sólarhringinn! Líka í svefni!
Leikmenn Liverpool, eins og annarrra liða, æfa nú upp á eigin spýtur. Jürgen fylgist með því að leikmenn séu að sinna æfingum heima hjá sér með því að ræða við þá í spjallhóp á Whatsapp.
„Allan daginn, meira segja þegar ég sef, þá hugsa ég um strákana. Ég vil það ekki endilega en það gerist bara af því að þú hefur svo mikið af upplýsingum. Mér finnst mikilvægast að leikmaðurinn sé í sem bestu formi þegar á þarf að halda og við reynum að passa upp á næringu, æfingar og leikskipulag. Ég er ekkert að látast með að hafa áhuga! Ég hef virkilegan áhuga! Það er mikilvægt að þekkja þá sem þú ert að vinna með og vita hvað drífur þá áfram."
Víst er að Jürgen Klopp er vakinn og sofinn yfir velferð leikmanna sinna!
TIL BAKA
Vakinn og sofinn!

Þó nú sé hlé í ensku knattspyrnunni þá er Jürgen Klopp vakinn og sofinn yfir málefnum liðsins síns. Hann segist hugsa um leikmenn sína allan sólarhringinn! Líka í svefni!
Leikmenn Liverpool, eins og annarrra liða, æfa nú upp á eigin spýtur. Jürgen fylgist með því að leikmenn séu að sinna æfingum heima hjá sér með því að ræða við þá í spjallhóp á Whatsapp.

„Allan daginn, meira segja þegar ég sef, þá hugsa ég um strákana. Ég vil það ekki endilega en það gerist bara af því að þú hefur svo mikið af upplýsingum. Mér finnst mikilvægast að leikmaðurinn sé í sem bestu formi þegar á þarf að halda og við reynum að passa upp á næringu, æfingar og leikskipulag. Ég er ekkert að látast með að hafa áhuga! Ég hef virkilegan áhuga! Það er mikilvægt að þekkja þá sem þú ert að vinna með og vita hvað drífur þá áfram."
Víst er að Jürgen Klopp er vakinn og sofinn yfir velferð leikmanna sinna!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan