| Grétar Magnússon

Næsti bikarleikur

Okkar menn spila við Chelsea í 5. umferð ensku bikarkeppninnar og nú er búið að gefa út hvenær leikurinn fer fram.

Þriðjudaginn 3. mars munu liðin leiða saman hesta sína á Stamford Bridge, leikurinn hefst klukkan 19:45.Það verður fróðlegt að sjá liðsuppstillingu Jürgen Klopp í þessum leik en væntanlega munu einhverjir leikmenn aðalliðsins fá tækifæri nú. Það má þó ekki gleyma frammistöðu ungu leikmannana gegn Everton og Shrewsbury á fyrri stigum keppninnar. Chelsea munu að öllum líkindum spila á sínu sterkasta liði og ekki ólíklegt að Klopp freistist til þess að nota einhverja af sínum stærstu kanónum.

Eitt er þó víst og það er að spennandi leikur er fyrir dyrum og vonandi komast okkar menn enn lengra í keppninni. Að lokum má geta þess að ekki verður spilaður auka leikur ef liðin gera jafntefli heldur verður spilað til þrautar með framlengingu og vítaspyrnukeppni ef til þess kemur.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan