| Sf. Gutt

Virgil van Dijk var í kvöld kjörinn Leikmaður ársins í kjöri samtaka atvinnuknattspyrnumanna. Hann er áttundi leikmaður Liverpool til að fá þessa viðurkenningu. Raheem Sterling, Bernardo Silva, Sergio Aguero leikmenn Manchester City, Eden Hazard Chelsea og Sadio Mané félagi Virgil voru tilnefndir ásamt Virgil. Atvinnuknattspyrnumenn í ensku deildunum eiga kosningarétt í kjörinu.
Þess má geta að Virgil er fyrsti varnarmaðurinn til að vera kjörinn Leikmaður ársins frá því 2005. Þá var John Terry fyrirliði Chelsea kosinn. Oftast verða sóknarmenn fyrir valinu.


Raheem Sterling fyrrum leikmaður Liverpool og nú hjá Manchester City var kjörinn Ungi leikmaður ársins. Hann var ef rétt er vitað í öðru sæti á eftir Virgil í hinu kjörinu.
Vivianne Miedema leikmaður Arsenal var kjörinn Leikmaður ársins í kvennaflokki. Arsenal varð enskur meitari í dag.
Hér má sjá þegar Virgil tók við verðlaunum sínum í kvöld.



Virgil van Dijk er áttundi leikmaður Liverpool til að fá þessa viðurkenningu. Hinir eru þeir Terry McDermott (1980), Kenny Dalglish (1983), Ian Rush (1984), John Barnes (1988), Steven Gerrard (2006), Luis Suarez (2014) og Mohamed Salah (2018).
TIL BAKA
Virgil van Dijk kjörinn Leikmaður ársins!

Virgil van Dijk var í kvöld kjörinn Leikmaður ársins í kjöri samtaka atvinnuknattspyrnumanna. Hann er áttundi leikmaður Liverpool til að fá þessa viðurkenningu. Raheem Sterling, Bernardo Silva, Sergio Aguero leikmenn Manchester City, Eden Hazard Chelsea og Sadio Mané félagi Virgil voru tilnefndir ásamt Virgil. Atvinnuknattspyrnumenn í ensku deildunum eiga kosningarétt í kjörinu.
Þess má geta að Virgil er fyrsti varnarmaðurinn til að vera kjörinn Leikmaður ársins frá því 2005. Þá var John Terry fyrirliði Chelsea kosinn. Oftast verða sóknarmenn fyrir valinu.

Raheem Sterling fyrrum leikmaður Liverpool og nú hjá Manchester City var kjörinn Ungi leikmaður ársins. Hann var ef rétt er vitað í öðru sæti á eftir Virgil í hinu kjörinu.
Vivianne Miedema leikmaður Arsenal var kjörinn Leikmaður ársins í kvennaflokki. Arsenal varð enskur meitari í dag.
Hér má sjá þegar Virgil tók við verðlaunum sínum í kvöld.



Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Heimsmeistarinn valinn bestur! -
| Sf. Gutt
Þarf að breyta til! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja sigurförina! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp!
Fréttageymslan