| Sf. Gutt
Stundum er sagt að fólk verði fyrir áhrifum. Óhætt er að segja að Alisson Becker hafi orðið fyrir áhrifum þegar hann lék í fyrsta sinn á Anfield.
,,Þegar ég spilaði með Roma á Anfield á síðasta keppnistímabili hafði ég heyrt orðróm um að ég væri einn af þeim leikmönnum sem Liverpool hefði áhuga á. En mér datt aldrei í hug að svo væri í raun. Andrúmsloftið á leiknum var algjörlega einstakt. Stuðningur stuðningsmanna Liverpool var svo magnaður að manni fannst eins og Liverpool væri manni fleiri. Eftir þetta fór ég að kynna mér félagið!"
Liverpool fór algjörlega á kostum í leik Liverpool og Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og vann 5:2 sigur. Alisson og félagar fengu sannarlega að finna fyrir kröftum Anfield þetta kvöld.
Eins og allir vita fór svo að Anfield varð heimavöllur Alisson Becker. Hann er nú oft búinn að upplifa það með Liverpool sem hann fékk að reyna sem andstæðingur í fyrsta leik sínum á Anfield!
TIL BAKA
Varð fyrir áhrifum á Anfield!

Stundum er sagt að fólk verði fyrir áhrifum. Óhætt er að segja að Alisson Becker hafi orðið fyrir áhrifum þegar hann lék í fyrsta sinn á Anfield.

,,Þegar ég spilaði með Roma á Anfield á síðasta keppnistímabili hafði ég heyrt orðróm um að ég væri einn af þeim leikmönnum sem Liverpool hefði áhuga á. En mér datt aldrei í hug að svo væri í raun. Andrúmsloftið á leiknum var algjörlega einstakt. Stuðningur stuðningsmanna Liverpool var svo magnaður að manni fannst eins og Liverpool væri manni fleiri. Eftir þetta fór ég að kynna mér félagið!"
Liverpool fór algjörlega á kostum í leik Liverpool og Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og vann 5:2 sigur. Alisson og félagar fengu sannarlega að finna fyrir kröftum Anfield þetta kvöld.

Eins og allir vita fór svo að Anfield varð heimavöllur Alisson Becker. Hann er nú oft búinn að upplifa það með Liverpool sem hann fékk að reyna sem andstæðingur í fyrsta leik sínum á Anfield!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan