| Sf. Gutt

Njótum baráttunnar um Englandsmeistaratitilinn!


Margir fjölmiðlar vilja meina að leikmenn Liverpool séu að fara á taugum. James Milner er manna reyndastur og hvetur félaga sína til að njóta baráttunnar um Englandsmeistaratitilinn!


,,Við ættum að njóta þess að vera í þessari stöðu því þetta er staða sem maður vill vera í. Það er miklu verra að vera í botnbaráttu í deildinni eða vera um miðja deild og hafa ekki að neinu að keppa. Við skulum því njóta baráttunnar og snúa bökum saman. Leikmenn, stuðningsmenn og allt félagið."

,,Við vissum alltaf að þetta yrði ekkert auðvelt. Við höfum verið svolítið óheppnir í síðustu leikjum í samabandi við undirbúning og svolítið af meiðslum. Þetta er ekkert ókjósanlegt en svona gengur þetta yfirleiktíðina og það þarf bara að takst á við það.  Við höfum ekki verið að tapa heldur náð stigum sem er jákvætt. Við höfum margt að bæta og það er gott. Við vitum að við getum bætt okkur og það er leikur framundan eftir nokkra daga. Vonandi getum við komið til baka og náð þremur stigum í honum."


James Milner er reyndastur leikmanna Liverpool og hefur áður verið í toppbaráttu. Hann varð tvívegis Englandsmeistari með Manchester City, 2012 og 2014, auk þess að vinna FA bikarinn 2011  og Deildarbikarinn 2014 með liðinu. Reynsla hans getur skipt miklu og hann mun án efa miðla af henni í baráttunni sem er framundan!TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan