| Sf. Gutt

Joel kominn aftur

Joel Matip var á varamannabekk Liverpool á móti Brighton um helgina. Hann er því kominn aftur til leiks eftir að hann meiddist á móti Napoli í Meistaradeildinni í síðasta mánuði. Hann féll þá illa eftir atlögu leikmanns Napoli á lokasekúndu leiksins og niðurstaðan var brákað viðbein.

Joel er nú aftur tiltækur og kemur það sér vel því Joe Gomez hefur verið meiddur og svo meiddist Dejan Lovren en hann kom inn í liðið eftir að Joel og Joe meiddust. 

Fabinho Tavarez var miðvörður á móti Brighton við hlið Virgil van Dijk og lék stórvel. En það er mjög gott að Joel er aftur orðinn leikfær.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan