| Sf. Gutt
Xherdan Shaqiri innsiglaði sigur Liverpool á Fulham í gær þegar hann skoraði seinna markið í 2:0 sigri. Hann hefur spilað mjög vel í síðustu leikjum eftir að hann fór að fá tækifæri í liðinu.
,,Mjög góð fyrirgjöf. Skemmtileg afgreiðsla. Það skiptir ekki öllu hvort ég skora. Ég vil bara hjálpa liðinu. Hvort sem það er mark eða stoðsending þá kemur það sér alltaf vel fyrir liðið. Ég kom í sumar til að leggja mitt af mörkum til að liðið nái að taka framförum."
,,Ég er mjög ánægður með hvernig ég spilaði. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og æfa af krafti á hverjum einasta degi. Það var mikilvægt fyrir liðið að spila vel eftir tapið í Meistaradeildinni. Við erum enn ósigraðir í Úrvalsdeildinni. Við spiluðum vel, skoruðum tvö mörk og héldum hreinu. Við vorum svolítið heppnir en náðum að halda markinu hreinu. Nú verðum við að halda áfram á sömu braut."
Svisslendingurinn er búinn að leggja upp þrjú mörk og skora tvö í síðustu sex leikjum. Það er vel gert hjá Svisslendingnum en hann er búinn að leika betur en flestir áttu von á þegar hann kom frá Stoke City í sumar.
TIL BAKA
Ég vil bara hjálpa liðinu

Xherdan Shaqiri innsiglaði sigur Liverpool á Fulham í gær þegar hann skoraði seinna markið í 2:0 sigri. Hann hefur spilað mjög vel í síðustu leikjum eftir að hann fór að fá tækifæri í liðinu.
,,Mjög góð fyrirgjöf. Skemmtileg afgreiðsla. Það skiptir ekki öllu hvort ég skora. Ég vil bara hjálpa liðinu. Hvort sem það er mark eða stoðsending þá kemur það sér alltaf vel fyrir liðið. Ég kom í sumar til að leggja mitt af mörkum til að liðið nái að taka framförum."
,,Ég er mjög ánægður með hvernig ég spilaði. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og æfa af krafti á hverjum einasta degi. Það var mikilvægt fyrir liðið að spila vel eftir tapið í Meistaradeildinni. Við erum enn ósigraðir í Úrvalsdeildinni. Við spiluðum vel, skoruðum tvö mörk og héldum hreinu. Við vorum svolítið heppnir en náðum að halda markinu hreinu. Nú verðum við að halda áfram á sömu braut."

Svisslendingurinn er búinn að leggja upp þrjú mörk og skora tvö í síðustu sex leikjum. Það er vel gert hjá Svisslendingnum en hann er búinn að leika betur en flestir áttu von á þegar hann kom frá Stoke City í sumar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan