James Milner meiddur

Það á ekki af Liverpool að ganga í meiðslamálum. James Milner var ekki í leikmannahópi Liverpool í gær vegna meiðsla. Hann mun hafa orðið fyrir meiðslum á móti Chelsea á dögunum og hefur ekki náð sér.

Vonast er til að James verði orðinn góður af meiðslunum þannig að hann geti verið til taks þegar Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í Kiev. James hefur spilað frábærlega á leiktíðinni og reynsla hans hefur skipt miklu á Evrópuverferðinni. Hann er í raun reyndasti leikmaður Liverpool og það yrði slæmt ef hann yrði ekki leikfær fyrir úrslitaleikinn.
Jürgen Klopp er bjartsýnn á að James verði tilbúinn fyrir úrslitaleikinn í Kiev. Hann sagði eftir sigurinn á Brighton í gær að James yrði búinn að ná sér í tæka tíð. Vonandi verður svo.
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp Framkvæmdastjóri ársins! -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin. - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Allt kom fyrir ekki! -
| Grétar Magnússon
Gullhanskinn til Alisson -
| Grétar Magnússon
Markakóngur