| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ótrúlegur lokakafli gegn Tottenham
Óhætt er að segja að lokakaflinn í leik Liverpool og Tottenham Hotspur á Anfield Road hafi verið ótrúlegur. Jafntefli 2:2 varð niðurstaðan eftir að dómari annar línuvörðurinn höfðu mikið að segja.
Það var mikið undir á Anfield í dag þegar Liverpool og Tottenham mættust. Bæði lið eru að berjast um Meistaradeildarsæti. Með sigri hefði Liverpool aukið forystu sína á Tottenham en gestirnir gátu að sama skapi dregið á gestgjafana með því að vinna.
Liverpool fékk óskabyrjun. Eric Dier ætlaði að senda aftur á markmann sinn. Boltinn fór beint á Mohamed Salah sem lék að markinu, lagði boltann fyrir sig og skoraði svo af miklu öryggi neðst í hægra hornið. Aðeins þrjár mínútur liðnar. Mjög vel gert hjá Mohamed og maður er næstum hættur að kippa sér upp við hversu vel hann afgreiðir færin sín. Liverpool hafði í framhaldinu undirtökin. Leikmenn pressuðu vel á gestina og það bar góðan árangur.
Á 18. mínútu sendi Trent Alexander-Arnold fyrir frá hægri. James Milner fékk boltann í vítateginum og náði skoti sem fór í varnarmann og í horn. Þar mátti litlu muna. Rétt á eftir gaf Trent aftur fyrir en skalli Roberto Firmino var mislukkaður og ekki varð hætta af. Tvær stórgóðar fyrirgjafir hjá Trent.
Það voru fimm mínútur til hálfleiks þegar Tottenham náði sínu fyrsta markskoti. Dembélé átti þá skot utan vítateigs en Loris Karius varði af öryggi. Liverpool hafði því sanngjarna 1:0 forystu í hálfleik.
Gestirnir náðu yfirhöndinni eftir hlé. Son komst inn í vítateig Liverpool á 56. mínútu en Loris varði mjög vel með hetjulegu úthlaupi. Eftir þetta gerðist svo sem ekki mikið lengi vel. Spurs var mun meira með boltann en þeim gekk ekkert að opna vörn Liverpool. En þegar tíu mínútur voru eftir dró til tíðinda. Eriksson sendi fyrir frá vinstri. Loris henti sér fram og sló boltann frá markinu og út fyrir vítateiginn. Boltinn rataði til Victor Wanyama sem þrykkti boltanum til baka og hann söng í netinu. Ótrúlegt skot og staðan jöfn.
Fimm mínútum seinna slapp Harry Kane inn fyrir vörn Liverpool og steinlá eftir að Loris kom út á móti honum. Eftir miklar vangaveltur dæmdi dómarinn víti. Leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool líkaði stórilla því þeir töldu að Harry hefði verið rangstæður og eins töldu þeir hann hafa látið sig detta til að fá vítið. Dómarinn virtist byggja dóm sinn á því að Dejan Lovren hefði snert boltann á leiðinni til Harry. Dejan ætlaði að hreinsa að kiksaði. Í samtlai við línuvörðinn kom fram að hann var alls ekki viss um að svo hefði verið. Vítið stóð samt en Loris stóð líka uppréttur og varði frá Harry sem skaut á mitt markið. Vel gert hjá Þjóðverjanum.
Þessi markvarsla virtist ætla að leggja grunn að sigri Liverpool þegar viðbótartíminn var nýhafinn. Mohamed Salah lék þá vörn Spurs grátt. Trent sendi boltann á hann hægra megin við vítateiginn og á einhvern ótrúlegan hátt skaut hann sér á milli tveggja varnarmanna og hélt svo áfram framhjá enn tveimur áður en hann skaut boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi. Stórfenglega gert og allt gekk af göflunum af fögnuði á Anfield og segja má að leikvangurin hafi nötrað.
En það var ekki allt búið enn. Aftur dæmdi dómarinn umdeilt víti. Nú eftir atlögu Virgil van Dijk að Erik Lamela. Virgil sparkaði í átt að honum en leikmenn Liverpool vildu meina að að Erik hefði gert mikið úr snertingunni og að auki virtist hann vera rangstæður. Dómarinn ákvað í fyrstu að ekkert væri að þessu öllu en línuvörðurinn gaf merki. Þeir félagar ræddu aftur málin, dómarinn skipti um skoðun og dæmdi víti. Furðulegt hvernig sem á það er litið en kannski mátti segja að vítið hafi verið réttum dómur ef horft er til þess að Virgil snerti Erik. Harry bauð sig aftur fram til að taka víti og skoraði að þessu sinni. Leiknum var lokið og jafntefli varð niðurstaðan eftir ótrúlegar lokamínútur. Jafnteflið var ef til vill sanngjarnt þegar allt var skoðað.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Það bar kannski ekki mikið á Egyptanum en hann bætti tveimur mörkum í safnið. Það seinna var hrein snilld!
Jürgen Klopp: Við komum þeim oft í vanda, skoruðum snemma og sköpuðum okkur góðar stöður. Áttum hættulegar fyrirgjafir úr öllum áttum og settum pressu á þá. En Tottenham er með gott lið. Virkilega gott lið. Þess vegna áttu þeir sína spretti í fyrri hálfleik og sérstaklega í þeim seinni.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 28 mörk á leiktíðinni.
- Mörkin hafa komið í aðeins 34 leikjum.
- Deildarmörkin eru 21 talsins í 25 leikjum.
- Emre Can lék sinn 160. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 13 mörk.
- Joel Matip lék sinn 60. leik. Hann hefur skorað tvö mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Það var mikið undir á Anfield í dag þegar Liverpool og Tottenham mættust. Bæði lið eru að berjast um Meistaradeildarsæti. Með sigri hefði Liverpool aukið forystu sína á Tottenham en gestirnir gátu að sama skapi dregið á gestgjafana með því að vinna.
Liverpool fékk óskabyrjun. Eric Dier ætlaði að senda aftur á markmann sinn. Boltinn fór beint á Mohamed Salah sem lék að markinu, lagði boltann fyrir sig og skoraði svo af miklu öryggi neðst í hægra hornið. Aðeins þrjár mínútur liðnar. Mjög vel gert hjá Mohamed og maður er næstum hættur að kippa sér upp við hversu vel hann afgreiðir færin sín. Liverpool hafði í framhaldinu undirtökin. Leikmenn pressuðu vel á gestina og það bar góðan árangur.
Á 18. mínútu sendi Trent Alexander-Arnold fyrir frá hægri. James Milner fékk boltann í vítateginum og náði skoti sem fór í varnarmann og í horn. Þar mátti litlu muna. Rétt á eftir gaf Trent aftur fyrir en skalli Roberto Firmino var mislukkaður og ekki varð hætta af. Tvær stórgóðar fyrirgjafir hjá Trent.
Það voru fimm mínútur til hálfleiks þegar Tottenham náði sínu fyrsta markskoti. Dembélé átti þá skot utan vítateigs en Loris Karius varði af öryggi. Liverpool hafði því sanngjarna 1:0 forystu í hálfleik.
Gestirnir náðu yfirhöndinni eftir hlé. Son komst inn í vítateig Liverpool á 56. mínútu en Loris varði mjög vel með hetjulegu úthlaupi. Eftir þetta gerðist svo sem ekki mikið lengi vel. Spurs var mun meira með boltann en þeim gekk ekkert að opna vörn Liverpool. En þegar tíu mínútur voru eftir dró til tíðinda. Eriksson sendi fyrir frá vinstri. Loris henti sér fram og sló boltann frá markinu og út fyrir vítateiginn. Boltinn rataði til Victor Wanyama sem þrykkti boltanum til baka og hann söng í netinu. Ótrúlegt skot og staðan jöfn.
Fimm mínútum seinna slapp Harry Kane inn fyrir vörn Liverpool og steinlá eftir að Loris kom út á móti honum. Eftir miklar vangaveltur dæmdi dómarinn víti. Leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool líkaði stórilla því þeir töldu að Harry hefði verið rangstæður og eins töldu þeir hann hafa látið sig detta til að fá vítið. Dómarinn virtist byggja dóm sinn á því að Dejan Lovren hefði snert boltann á leiðinni til Harry. Dejan ætlaði að hreinsa að kiksaði. Í samtlai við línuvörðinn kom fram að hann var alls ekki viss um að svo hefði verið. Vítið stóð samt en Loris stóð líka uppréttur og varði frá Harry sem skaut á mitt markið. Vel gert hjá Þjóðverjanum.
Þessi markvarsla virtist ætla að leggja grunn að sigri Liverpool þegar viðbótartíminn var nýhafinn. Mohamed Salah lék þá vörn Spurs grátt. Trent sendi boltann á hann hægra megin við vítateiginn og á einhvern ótrúlegan hátt skaut hann sér á milli tveggja varnarmanna og hélt svo áfram framhjá enn tveimur áður en hann skaut boltanum upp í þaknetið úr þröngu færi. Stórfenglega gert og allt gekk af göflunum af fögnuði á Anfield og segja má að leikvangurin hafi nötrað.
En það var ekki allt búið enn. Aftur dæmdi dómarinn umdeilt víti. Nú eftir atlögu Virgil van Dijk að Erik Lamela. Virgil sparkaði í átt að honum en leikmenn Liverpool vildu meina að að Erik hefði gert mikið úr snertingunni og að auki virtist hann vera rangstæður. Dómarinn ákvað í fyrstu að ekkert væri að þessu öllu en línuvörðurinn gaf merki. Þeir félagar ræddu aftur málin, dómarinn skipti um skoðun og dæmdi víti. Furðulegt hvernig sem á það er litið en kannski mátti segja að vítið hafi verið réttum dómur ef horft er til þess að Virgil snerti Erik. Harry bauð sig aftur fram til að taka víti og skoraði að þessu sinni. Leiknum var lokið og jafntefli varð niðurstaðan eftir ótrúlegar lokamínútur. Jafnteflið var ef til vill sanngjarnt þegar allt var skoðað.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Það bar kannski ekki mikið á Egyptanum en hann bætti tveimur mörkum í safnið. Það seinna var hrein snilld!
Jürgen Klopp: Við komum þeim oft í vanda, skoruðum snemma og sköpuðum okkur góðar stöður. Áttum hættulegar fyrirgjafir úr öllum áttum og settum pressu á þá. En Tottenham er með gott lið. Virkilega gott lið. Þess vegna áttu þeir sína spretti í fyrri hálfleik og sérstaklega í þeim seinni.
Fróðleikur
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 28 mörk á leiktíðinni.
- Mörkin hafa komið í aðeins 34 leikjum.
- Deildarmörkin eru 21 talsins í 25 leikjum.
- Emre Can lék sinn 160. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 13 mörk.
- Joel Matip lék sinn 60. leik. Hann hefur skorað tvö mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Darwin í banni með Úrúgvæ -
| Sf. Gutt
Vil vinna allt! -
| Sf. Gutt
Craig Bellamy tekur við Wales -
| Sf. Gutt
Mikill fjöldi landsliðsmanna -
| Sf. Gutt
Af mikilvægi andlegrar heilsu -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alisson gæti verið frá í rúman mánuð!
Fréttageymslan