| Grétar Magnússon
Liverpool FC staðfesti nú fyrir stundu að tilboð í Philippe Coutinho frá Barcelona hafi verið samþykkt og hann fái leyfi til að ræða við félagið.
Leikmaðurinn á eftir að samþykkja samning við spænska félagið og gangast undir læknisskoðun en það er ljóst að hann verður formlega orðinn leikmaður Barcelona innan skamms.
Coutinho spilaði alls 201 leik með Liverpool og skoraði í þeim 54 mörk. Hann var keyptur í janúar árið 2013 frá Inter og snemma var ljóst að Liverpool hafði keypt leikmann sem mikið bjó í.
Síðan þá hefur hann verið einn af mikilvægustu mönnum liðsins og ljóst að skarð hans verður erfitt að fylla. Við treystum þó á Jürgen Klopp í þessum efnum og vonandi nær félagið að kaupa einhvern leikmann í þessum janúarglugga.
TIL BAKA
Tilboð í Coutinho samþykkt

Leikmaðurinn á eftir að samþykkja samning við spænska félagið og gangast undir læknisskoðun en það er ljóst að hann verður formlega orðinn leikmaður Barcelona innan skamms.
Coutinho spilaði alls 201 leik með Liverpool og skoraði í þeim 54 mörk. Hann var keyptur í janúar árið 2013 frá Inter og snemma var ljóst að Liverpool hafði keypt leikmann sem mikið bjó í.
Síðan þá hefur hann verið einn af mikilvægustu mönnum liðsins og ljóst að skarð hans verður erfitt að fylla. Við treystum þó á Jürgen Klopp í þessum efnum og vonandi nær félagið að kaupa einhvern leikmann í þessum janúarglugga.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður
Fréttageymslan