Philippe Coutinho

Fæðingardagur:
12. júní 1992
Fæðingarstaður:
Rio de Janeiro
Fyrri félög:
Vasco de Gama, Inter Milan, Espanyol (lán)
Kaupverð:
£ 8600000
Byrjaði / keyptur:
30. janúar 2013

Philippe Coutinho kom til félagsins í lok janúar 2013 frá Inter Milan.

Snemma á hans ferli komu hæfileikar hans í ljós og eins og Brasilíumanna er siður var byrjað að líkja honum við aðra leikmenn frá þessari miklu knattspyrnuþjóð.  Var sagt að Coutinho væri ekki ólíkur Kaka og Ronaldinho vegna þess hversu skapandi hann var og leikinn með knöttinn.

Hann hóf ferilinn hjá einu af stærsta félagsliði Rio de Janeiro, Vasco da Gama.  Stórlið í Evrópu voru fljót að taka eftir honum og mörg lið börðust um að fá hann keyptan en að lokum stóðu Inter Milan uppi sem sigurvegarar í þeirri baráttu.  Kaupverðið var 4 milljónir evra árið 2008.  Vegna ítalskra reglna mátti hann hinsvegar ekki ganga til liðs við félagið fyrr en hann yrði 18 ára og var hann því áfram hjá Vasco til að halda áfram að bæta sig.  Árið 2009 var hann í U-17 ára landsliði Brasilíu sem unnu Suður-Ameríku keppnina, sigur vannst á Argentínu í úrslitaleik.

Coutinho spilaði alls 43 leiki fyrir Vasco og skoraði í þeim fimm mörk áður en hann gekk að fullu til liðs við Inter.  Þáverandi stjóri félagsins, Rafa Benítez, tók á móti honum opnum örmum sumarið 2010.

,,Hann er ungur leikmaður með mikil gæði.  Hann getur orðið framtíð þessa félags og við búumst við miklu af honum," sagði Benítez þegar Coutinho var formlega kynntur hjá félaginu.

Coutinho getur spilað í hvaða stöðu sem er framarlega á vellinum og var hann iðulega notaður sem kantmaður hjá Inter - hann spilaði sinn fyrsta leik í Ofurbikar Evrópu og spilaði hann alls 20 leiki tímabilið 2010-11 og skoraði eitt mark.

Árið 2011 naut hann meiri velgengni með U-20 ára landsliði Brasilíu, spilaði hann alla sjö leiki liðsins og skoraði þrjú mörk þegar liðið vann Heimsmeistarakeppni U-20 ára liða í Kólombíu.

Meiðsli settu strik í reikninginn seinni hluta ársins 2011 og náði hann aðeins að spila átta leiki með Inter áður en hann var lánaður til Espanyol seinni hluta 2011-2012 tímabilsins.  Þar spilaði hann mjög vel, undir stjórn Mauricio Pochettino núverandi stjóra Southampton.  Hann spilaði reglulega og skoraði fimm mörk áður en hann sneri aftur til Inter um sumarið, þar sem hann gerði sér vonir um að geta nú komist í aðalliðið.

Á þessu tímabili (2012-13) hefur hann hinsvegar ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn Andrea Stramaccioni, hann hefur aðallega spilað í Evrópudeildinni og skoraði þar tvö mörk sem tryggðu Inter upp úr sínum riðli og í útsláttarkeppnina.

Í janúar fóru svo að berast sögusagnir um að Liverpool hefðu áhuga á kappanum og það fór svo að Brendan Rodgers tryggði sér þjónustu hans áður en félagaskiptaglugginn lokaði.

Tölfræðin fyrir Philippe Coutinho

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2012/2013 13 - 3 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 13 - 3
2013/2014 33 - 5 3 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 37 - 5
2014/2015 35 - 5 7 - 3 4 - 0 6 - 0 0 - 0 52 - 8
2015/2016 26 - 8 1 - 1 3 - 1 13 - 2 0 - 0 43 - 12
2016/2017 31 - 13 2 - 0 3 - 1 0 - 0 0 - 0 36 - 14
Samtals 138 - 34 13 - 4 11 - 2 19 - 2 0 - 0 181 - 42

Fréttir, greinar og annað um Philippe Coutinho

Fréttir

Skoða önnur tímabil