| Sf. Gutt
Eftir því sem komið hefur fram í fjölmiðlum nú í vikunni er áhugi á því í herbúðum Barcelona að fá Philippe Coutinho til félagsins. Einhverjir greindu frá því að hann væri nú þegar búinn að semja um kaup og kjör hjá félaginu. Aðrir fjölmiðlar sögðu að Barcelona hefði lagt fram tilboð upp á 72 milljónir sterlingspunda sem Liverpool hefði hafnað.

Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur blásið á allar sögusagnir um að Philippe sé á förum og það síðasta sem Brasilíumaðurinn sagði um framtíð sína var að hann væri nýlega búinn að lengja samning sinn við Liverpoool og þar hyggðist hann vera og vinna titla. Jürgen sagði líka að Liverpool væri ekki félag sem stæði í því að selja bestu leikmenn sína!
Ekki er gott að segja hvort þetta fari eitthvað lengra. Neymar landi Philippe gæti farið frá Barcelona í sumar en hermt er að Paris St Germain ætli sér að klófesta hann. Fari hann vantar Barcelona stórstjörnu í hópinn og gæti herjað á Liverpool í von um að tala menn þar á sitt band.
Það þarf ekki að fjölyrða um að það yrði mjög slæmt að missa Philippe Coutinho í burtu!
TIL BAKA
Barcelona á eftir Philippe Coutinho

Eftir því sem komið hefur fram í fjölmiðlum nú í vikunni er áhugi á því í herbúðum Barcelona að fá Philippe Coutinho til félagsins. Einhverjir greindu frá því að hann væri nú þegar búinn að semja um kaup og kjör hjá félaginu. Aðrir fjölmiðlar sögðu að Barcelona hefði lagt fram tilboð upp á 72 milljónir sterlingspunda sem Liverpool hefði hafnað.

Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur blásið á allar sögusagnir um að Philippe sé á förum og það síðasta sem Brasilíumaðurinn sagði um framtíð sína var að hann væri nýlega búinn að lengja samning sinn við Liverpoool og þar hyggðist hann vera og vinna titla. Jürgen sagði líka að Liverpool væri ekki félag sem stæði í því að selja bestu leikmenn sína!
Ekki er gott að segja hvort þetta fari eitthvað lengra. Neymar landi Philippe gæti farið frá Barcelona í sumar en hermt er að Paris St Germain ætli sér að klófesta hann. Fari hann vantar Barcelona stórstjörnu í hópinn og gæti herjað á Liverpool í von um að tala menn þar á sitt band.
Það þarf ekki að fjölyrða um að það yrði mjög slæmt að missa Philippe Coutinho í burtu!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan