| Sf. Gutt
Lazar Markovic hefur fært sig um set. Serbinn var lánaður til Portúgals í sumar en þá fór hann í lán til Sporting í Lissabon. Lazar spilaði áður með Benfica í Portúgal og stóð sig geysilega vel. Svo vel að Liverpool keypti hann fyrir 20 milljónir sterlingspunda sumarið 2014. Hann náði sér á hinn bóginn aldrei á strik með Sporting og menn þar á bæ höfðu ekki áhuga á að hafa hann lengur.
Ekki var áhugi á að fá hann aftur inn í liðshóp Liverpool en hann er samt kominn aftur til Englands. Lazar hefur gert lánssamning við Hull City og leikur með liðinu til vors. Það verður áhugavert að sjá hvort hann nær sér á strik hjá Hull. Hann spilaði sem lánsmaður hjá Fenerbahce í Tyrklandi á síðustu leiktíð.
Lazar Markovic hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Liverpool og virðist ekki eiga framtíð fyrir sér þar. Það mætti ætla að hann myndi teljast nothæfur í liðshóp Liverpool á þessum tímapunkti þegar liðinu gengur ekki nógu vel en svo er greinilega ekki. Hann spilaði með Liverpool á undirbúningstímabilinu en Jürgen Klopp ákvað að senda hann í lán. Lazar hefur spilað 34 leiki með Liverpool og skorað þrjú mörk.
TIL BAKA
Lazar færir sig um set

Lazar Markovic hefur fært sig um set. Serbinn var lánaður til Portúgals í sumar en þá fór hann í lán til Sporting í Lissabon. Lazar spilaði áður með Benfica í Portúgal og stóð sig geysilega vel. Svo vel að Liverpool keypti hann fyrir 20 milljónir sterlingspunda sumarið 2014. Hann náði sér á hinn bóginn aldrei á strik með Sporting og menn þar á bæ höfðu ekki áhuga á að hafa hann lengur.

Ekki var áhugi á að fá hann aftur inn í liðshóp Liverpool en hann er samt kominn aftur til Englands. Lazar hefur gert lánssamning við Hull City og leikur með liðinu til vors. Það verður áhugavert að sjá hvort hann nær sér á strik hjá Hull. Hann spilaði sem lánsmaður hjá Fenerbahce í Tyrklandi á síðustu leiktíð.

Lazar Markovic hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Liverpool og virðist ekki eiga framtíð fyrir sér þar. Það mætti ætla að hann myndi teljast nothæfur í liðshóp Liverpool á þessum tímapunkti þegar liðinu gengur ekki nógu vel en svo er greinilega ekki. Hann spilaði með Liverpool á undirbúningstímabilinu en Jürgen Klopp ákvað að senda hann í lán. Lazar hefur spilað 34 leiki með Liverpool og skorað þrjú mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan