Lazar Markovic

Fæðingardagur:
02. mars 1994
Fæðingarstaður:
Cacak, Serbíu
Fyrri félög:
Partizan Belgrade, Benfica
Kaupverð:
£ 18000000
Byrjaði / keyptur:
15. júlí 2014
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Markovic hóf ferilinn hjá litlu liði í heimabænum, en 12 ára gamall var hann kominn á mála hjá stórliðinu Partizan í Belgrad. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Partizan í maí 2011, þá rúmlega 17 ára gamall. Þetta var lokaleikur deildakeppninnar í Serbíu og eftir leikinn tóku liðsmenn Partizan við deildarmeistaratitlinum. Næstu tvær leiktíðir var Markovic lykilmaður í liði meistaranna sem sigruðu deildina nokkuð örugglega bæði tímabilin. Fyrir leiktíðina 2013-2014 var Markovic síðan seldur til Benfica og varð portúgalskur meistari með því fornfræga stórliði s.l. vor. Hann hefur því ekki enn tekið þátt í deildakeppni án þess að sigra hana, sem er hreint magnað og gefur vonandi fögur fyrirheit um framtíð kappans hjá Liverpool!

Markovic hefur leikið með U-17, U-19 og U-21 árs landsliðum Serbíu og lék sinn fyrsta A-landsleik í lok febrúar 2012, þremur dögum fyrir 18 ára afmælisdag sinn. Hann er gríðarlega teknískur og skruggufljótur og þykir mikið efni. Áður en hann gekk til liðs við Benfica í fyrrasumar voru mörg stórlið á höttunum eftir honum, m.a. Chelsea, en til allrar hamingju endaði hann ekki þar á bæ. Hann lék alls 26 leiki fyrir Benfica á síðustu leiktíð, en var reyndar aðeins 8 sinnum í byrjunarliði. Hann hefur mikið sjálfstraust og hefur látið hafa það eftir sér að hann eigi eftir að verða einn af þeim bestu. Víst er að drengurinn hefur alla burði til þess og vonandi tekst honum það - í rauðu treyjunni.

Tölfræðin fyrir Lazar Markovic

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2014/2015 19 - 2 6 - 0 5 - 1 4 - 0 0 - 0 34 - 3
2017/2018 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0 0 - 0
Samtals 19 - 2 6 - 0 5 - 1 4 - 0 0 - 0 34 - 3

Fréttir, greinar og annað um Lazar Markovic

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil