| Sf. Gutt

Ný upplifun!


James Milner er þrautreyndur leikmaður. Hann hóf feril sinn ungur að árum og Liverpool er sjötta liðið sem hann spilar með. James hefur unnið með mörgum framkvæmdastjórum en hann  segir að það alveg nýja upplifun að vinna með Jürgen Klopp.

,,Enginn framkvæmdastjóri er eins og þeir hafa sína styrkleika jafnt og veikleika. En Jürgen er í hæsta gæðaflokki. Það er ekki vafi á að hann er einn sá besti sem ég hef unnið með. Hann býr yfir miklum skipulagshæfileikum og eldmóði. Ég hef aldrei upplifað æfingar eins og þær sem hann leggur upp og það er af hinu góða. Maður sér líka eldmóðinn sem býr í honum þegar hann hoppar og skoppar á hliðarlínunni. Maður veltir því kannski fyrir sér hvort hann sé stundum of tilfinningaríkur. Hann er einn af bestu framkvæmdastjóranum í íþróttinni og ég vona að við eigum eftir að njóta velgengni undir stjórn hans."


,,Hann er búinn að fá leikmenn til félagsins auk þess að vinna með menn sem voru fyrir og þeir hafa tekið framförum undir stjórn hans. Núna er hann búinn að vinna nógu lengi með okkur til að kenna okkur þann leikstíl sem hann vill nota. Núna þekkja allir sitt hlutverk. Við vitum að við getum bætt okkur og það er gott að vita til þess."

Liverpool mætti sofandi til leiks gegn Swansea City um helgina en gerbreytt lið, þó sömu menn væru inn á, kom til leiks eftir hlé og sneri tapstöðu í sigur. James, sem skoraði sigurmarkið úr víti, sagði orð framkvæmdastjórans í hálfleik hafa skipt sköpum. 

,,Hann á mikið hrós skilið. Hann sagði reyndar allt það rétta fyrir leikinn en við spiluðum bara alls ekki nógu vel. Hann var mjög reiður í hálfleik en hann hélt tilfinningum sínum í skefjum, kom skýrum skilaboðum til okkar og kom okkur í gang. Það hefði verið auðvelt fyrir hann að brjálast úr reiði en það hefði ekki neitt uppbyggilegt komið út úr því."


Sem fyrr segir þá skoraði James sigurmarkið úr víti og þá voru aðeins sex mínútur eftir. Þetta var fjórða vítið sem James skorar úr í síðustu fimm deildarleikjum og þykir hann hafa sýnt mikið öryggi af vítapunktinum.

,,Þær eru sem betur fer, fyrir mig, að skila sér í markið. Það var gott að sjá boltann hafna í markinu því þetta var mjög mikilvægt mark."

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan