| Heimir Eyvindarson
Eftir að hafa borið við veikindum til að sleppa æfingum í gær og fyrradag mætti Raheem Sterling loks á æfingasvæðið í dag, en segist ákveðinn í að fara ekki í æfingaferðina á sunnudag.
Ruglið í kringum Sterling virðist ekkert vera að minnka. Eins og við höfum sagt frá hér á síðunni í gær og í fyrradag þá byrjaði vikan nokkuð friðsællega. Sterling mætti á æfingar á mánudags- og þriðjudagsmorgun, en seinnipart þriðjudags fór allt upp í loft þegar hann tilkynnti að hann hefði ekki áhuga á að fara í æfingaferðina til Asíu og Ástralíu á sunnudaginn. Eftir það tilkynnti hann sig veikan fyrir æfingarnar á miðvikudags- og fimmtudagsmorgun.
Manchester City virðist vera eina útleið kappans úr þeim aðstæðum sem hann hefur komið sér í, en þó er talið að Liverpool sé enn að vonast eftir boði frá stórliðum utan Englands, sem væri óneitanlega talsvert betri kostur en að selja hann til keppinautana í Manchester. Þar er Real Madrid helst nefnt, en núverandi stjóri Madridar liðsins er jú maðurinn sem keypti Sterling til Liverpool á sínum tíma, Rafa Benítez. Ekkert markvert hefur þó heyrst opinberlega um áhuga annarra liða en M.City.
Í gær bárust fréttir af því að Manchester City væri að íhuga að bjóða 45 milljónir punda í Sterling, en þegar liðið lagði fram 40 milljóna boð í stráksa á dögunum fylgdi það reyndar sögunni að um lokaboð væri að ræða. Liverpool hefur einnig gefið það út að 50 milljónir punda væru algjört lágmark og ekki yrði hlustað á lægri boð, en eftir átök vikunnar er aldrei að vita nema gengið verði að boði upp á 45 milljónir.
Eins og hefur verið rakið hér á síðunni telja sparkspekingar flestir að framganga Sterling og umboðsmanns hans, Aidy Ward, sé þeim hvorugum til framdráttar. Þeir fari undan með frekju og græðgi að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs þegar til lengri tíma sé litið.
Í gær tjáði Steven Gerrard sig um málefni Sterling og lýsti yfir miklum vonbrigðum með stráksa.
,,Ég er mjög vonsvikinn yfir því hvernig þetta mál er orðið. Það hefði ekki þurft að fara í svona hnút. Raheem á ekki að þurfa að haga sér svona, hann á bara að setjast niður með Brendan og eigendunum og finna lausn á málinu eins og fullorðinn maður. Það er fráleitt að menn þykist vera veikir og neiti að fara í æfingaferðir. Það er ólíðandi. Það að hann fari ekki í ferðina, meðan hann er ennþá leikmaður Liverpool eru hrein og klár svik, bæði við félagið og stuðningsmenn þess."
,,Ég fylgist einungis með úr fjarlægð núna og mér líst illa á þetta. Raheem er góður leikmaður og ágætur drengur, en hann er ekki efstur á vinsældalistanum hjá stuðningsmönnum liðsins í augnablikinu, svo mikið er víst. Ég skil stuðningsmennina vel. Þeir hafa hampað honum og hvatt hann til þess að vera áfram hjá Liverpool, það hef ég líka gert. Ég trúi því að það væri best fyrir hann sem leikmann. Hann er ungur og efnilegur og ég held að það sem hann og hans fólk er að gera núna sé honum ekki til framdráttar."
TIL BAKA
Mætti í morgun en vill ekki fara í ferðina
Eftir að hafa borið við veikindum til að sleppa æfingum í gær og fyrradag mætti Raheem Sterling loks á æfingasvæðið í dag, en segist ákveðinn í að fara ekki í æfingaferðina á sunnudag. Ruglið í kringum Sterling virðist ekkert vera að minnka. Eins og við höfum sagt frá hér á síðunni í gær og í fyrradag þá byrjaði vikan nokkuð friðsællega. Sterling mætti á æfingar á mánudags- og þriðjudagsmorgun, en seinnipart þriðjudags fór allt upp í loft þegar hann tilkynnti að hann hefði ekki áhuga á að fara í æfingaferðina til Asíu og Ástralíu á sunnudaginn. Eftir það tilkynnti hann sig veikan fyrir æfingarnar á miðvikudags- og fimmtudagsmorgun.
Manchester City virðist vera eina útleið kappans úr þeim aðstæðum sem hann hefur komið sér í, en þó er talið að Liverpool sé enn að vonast eftir boði frá stórliðum utan Englands, sem væri óneitanlega talsvert betri kostur en að selja hann til keppinautana í Manchester. Þar er Real Madrid helst nefnt, en núverandi stjóri Madridar liðsins er jú maðurinn sem keypti Sterling til Liverpool á sínum tíma, Rafa Benítez. Ekkert markvert hefur þó heyrst opinberlega um áhuga annarra liða en M.City.
Í gær bárust fréttir af því að Manchester City væri að íhuga að bjóða 45 milljónir punda í Sterling, en þegar liðið lagði fram 40 milljóna boð í stráksa á dögunum fylgdi það reyndar sögunni að um lokaboð væri að ræða. Liverpool hefur einnig gefið það út að 50 milljónir punda væru algjört lágmark og ekki yrði hlustað á lægri boð, en eftir átök vikunnar er aldrei að vita nema gengið verði að boði upp á 45 milljónir.
Eins og hefur verið rakið hér á síðunni telja sparkspekingar flestir að framganga Sterling og umboðsmanns hans, Aidy Ward, sé þeim hvorugum til framdráttar. Þeir fari undan með frekju og græðgi að leiðarljósi og það sé ekki vænlegt til árangurs þegar til lengri tíma sé litið.
Í gær tjáði Steven Gerrard sig um málefni Sterling og lýsti yfir miklum vonbrigðum með stráksa. ,,Ég er mjög vonsvikinn yfir því hvernig þetta mál er orðið. Það hefði ekki þurft að fara í svona hnút. Raheem á ekki að þurfa að haga sér svona, hann á bara að setjast niður með Brendan og eigendunum og finna lausn á málinu eins og fullorðinn maður. Það er fráleitt að menn þykist vera veikir og neiti að fara í æfingaferðir. Það er ólíðandi. Það að hann fari ekki í ferðina, meðan hann er ennþá leikmaður Liverpool eru hrein og klár svik, bæði við félagið og stuðningsmenn þess."
,,Ég fylgist einungis með úr fjarlægð núna og mér líst illa á þetta. Raheem er góður leikmaður og ágætur drengur, en hann er ekki efstur á vinsældalistanum hjá stuðningsmönnum liðsins í augnablikinu, svo mikið er víst. Ég skil stuðningsmennina vel. Þeir hafa hampað honum og hvatt hann til þess að vera áfram hjá Liverpool, það hef ég líka gert. Ég trúi því að það væri best fyrir hann sem leikmann. Hann er ungur og efnilegur og ég held að það sem hann og hans fólk er að gera núna sé honum ekki til framdráttar."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða!
Fréttageymslan

