| Sf. Gutt
Steven Gerrard mun að öllum líkindum leika í sínum síðasta grannaslag í dag. Hann hlakkar mikið til enda eru þessir leikir í miklu uppáhaldi hjá honum.
,,Þetta verður síðasti grannaslagur minn og aðrir komast í sviðsljósið. Þetta eru leikir sem ég horfi eftir hvenær eru þegar leiktíðin hefst. Ég elska að spila á móti Everton. Ég á vini sem eru miklir stuðningsmenn þeirra Bláu og eins eru slíkir í fjölskyldunni minni. Þetta snýst allt um að vinna sér inn grobbréttinn í borginni. Þessir leikir eru svolítið öðruvísi en venjulegir deildarleikir en ég hlakka til þessa leiks og vonandi get ég bætt við góðan árangur minn í að skora í ,,derby" leikjum."
Steven hefur skorað tíu sinnum á móti Everton og hefur Ian Rush einn leikmanna Liverpool skorað oftar. En skyldi Steven fá góðar kveðjur í síðasta leik sínum á Goodison Park?
,,Ég stórefast um það. Ég elska skætinginn við stuðningsmenn Everton. Hann gerir þessa leiki að því sem þeir eru. Hér mætast harðir keppinautar. Mér er alveg sama um skæting og skot sem ég fæ á mig. Ég get ekki beðið!"
Þó svo Steven Gerrard og flestir telji að þetta verði 33. og síðasti síðasti leikur hans gegn Everton gæti farið svo að liðin mætist aftur á leiktíðinni. Bæði eru jú enn með í Evrópudeildinni.
TIL BAKA
Steven hlakkar til grannaslagsins

Steven Gerrard mun að öllum líkindum leika í sínum síðasta grannaslag í dag. Hann hlakkar mikið til enda eru þessir leikir í miklu uppáhaldi hjá honum.

,,Þetta verður síðasti grannaslagur minn og aðrir komast í sviðsljósið. Þetta eru leikir sem ég horfi eftir hvenær eru þegar leiktíðin hefst. Ég elska að spila á móti Everton. Ég á vini sem eru miklir stuðningsmenn þeirra Bláu og eins eru slíkir í fjölskyldunni minni. Þetta snýst allt um að vinna sér inn grobbréttinn í borginni. Þessir leikir eru svolítið öðruvísi en venjulegir deildarleikir en ég hlakka til þessa leiks og vonandi get ég bætt við góðan árangur minn í að skora í ,,derby" leikjum."

Steven hefur skorað tíu sinnum á móti Everton og hefur Ian Rush einn leikmanna Liverpool skorað oftar. En skyldi Steven fá góðar kveðjur í síðasta leik sínum á Goodison Park?

,,Ég stórefast um það. Ég elska skætinginn við stuðningsmenn Everton. Hann gerir þessa leiki að því sem þeir eru. Hér mætast harðir keppinautar. Mér er alveg sama um skæting og skot sem ég fæ á mig. Ég get ekki beðið!"

Þó svo Steven Gerrard og flestir telji að þetta verði 33. og síðasti síðasti leikur hans gegn Everton gæti farið svo að liðin mætist aftur á leiktíðinni. Bæði eru jú enn með í Evrópudeildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan