| Sf. Gutt

Umfjöllun um Knattspyrnuskóla Liverpool

Knattspyrnuskóli Liverpool hefur verið í gangi, í Mosfellsbæ og á Akureyri, núna í mánuðinum. Skólinn mæltist vel fyrir og allt gekk eins og best varð á kosið eftir því sem best er vitað.

Sjónvarpsstöðin N4 gerði góða frétt um Liverpool skólann á Akureyri. Rætt er við Aðalstein Inga Pálsson formann knattspyrnudeildar Þórs og gefur hann skólanum góða umsögn. Það er vel þess virði að horfa á fréttina.  

Í lok kvöldfrétta Ríkissjónvarpsins þann 9. júní var innslag um Liverpool skólanum í Mosfellsbæ. You´ll Never Walk Alone var leikið undir. Þetta var fínn endir á fréttunum:)

Hér má sjá fréttina á N4 um Liverpool skólann á Akureyri.

Hér má sjá innslagið á Ruv.is. Innslagið hefst eftir rúmar 18 mínútur.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan