| Sf. Gutt

Aly Cissokho kemur að láni

Liverpool hefur fengið franska vinstri bakvörðinn Aly Cissokho að láni út þetta keppnistímabil. Hann kemur frá Valencia en hann hefur áður leikið með Lyon og Porto. Aly hefur leikið einn landsleik fyrir franska landsliðið.

Aly kemur sem sagt að láni til að byrja með en Liverpool gæti keypt hann að ári ef honum vegnar vel. Aly verður ekki löglegur fyrir leik Liverpool og Stoke á morgun.

Um daginn var fjallað um að Liverpool væri að reyna að fá Aly en svo sagði Bendan Rodgers opinberlega að það myndi ekki ganga upp. En nú hefur blaðinu verið snúið við.

Koma Frakkans hefur ekki verið staðfest en BBC og fleiri traustir vefmiðlar segja málið frágengið.
 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan