| Mummi

Liverpoolferðir núna í haust

Liverpool klúbburinn og VITA Sport bjóða upp á ferðir á eftirfarandi heimaleiki núna í haust.
Allar ferðirnar eru eins uppbyggðar, beint áætlunarflug með Icelandair til Manchester á föstudagsmorgni og heim frá sama flugvelli í hádeginu á mánudegi.
Gisting á Jurys Inn hótelinu, líkt og undanfarin ár í þessum ferðum.

Verðið á ferðunum er   114.500 kr per mann í tvíbýli
Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í 3 nætur með morgunverði, miði á leikinn, rútur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.

Aukagjald fyrir einbýli er  27.000 kr.

Það verður opnað fyrir bókanir á morgun föstudag, kl. 10:00 á heimasíðu VITA www.vita.is. Það er bókunarvél í hægri kantinum þar.

Eins er hægt að bóka ferðirnar í gegnum skrifstofu (frá sama tíma) með því að senda tölvupóst á [email protected] eða hafa samband í síma 570-4472
Ath að ef bókað er í gegnum skrifstofu þá leggst 1500 kr. bókunargjald ofan á verðið hjá hverjum farþega.

Leikirnir sem um ræðir eru

Liverpool v Southampton            20-23 september
Liverpool v Fulham                         8-11 nóvember
Liverpool v Westham                    6-9 desember

Með Liverpoolkveðju
Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan