| Sf. Gutt

Leiðir liðið sitt til loka!

Eftir að Steven Gerrard ákvað að fara í axlaraðgerðina er ljóst að Jamie Carragher mun leiða Liverpool sem fyrirliði til loka ferils síns. Hann verður fyrirliði Liverpool í dag þegar Liverpool mætir Fulham í London. Meðfylgjandi mynd er einmitt tekin í leik á heimavelli Fulham fyrir tveimur árum í leik sem Liverpool vann 2:5. Í leiknum varð Jamie næst leikjahæstur leikmanna Liverpool. 

Jamie hefur all oft verið fyrirliði Liverpool í gegnum árin þegar Steven Gerrard hefur ekki verið til taks. Í dag leiðir hann Liverpool til leiks sem fyrirliði í 50. skipti. Jamie hefur einu sinni tekið fyrir bikar sem fyrirliði Liverpool. Það var 2005 þegar Liverpool vann Stórbikar Evrópu eftir 3:1 sigur á móti CSKA frá Moskvu. Steven Gerrard var þá meiddur og Jamie leiddi liðið.   

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan