| Sf. Gutt

Jamie Carragher með 700 leiki!

Jamie Carragher náði þeim merka áfanga í kvöld að leika sinn 700. leik fyrir hönd Liverpool Football Club! Jamie leiddi Liverpool til leiks á móti Gomel í Hvíta Rússlandi. Steven Gerrard var í liðinu en hann tók ekki annað í mál en að vinur hans bæri fyrirliðabandið í þessum merkisleik.
 
Jamie barðist fyrir málstaðinn í kvöld eins og hans er von og vísa. Þar varð ekki nein breyting á frá þeim 699 leikjum sem á undan komu.

Liverpool náði að vinna 0:1 og lagði Jamie sitt af mörkum í að halda markinu hreinu. Það var kannski táknrænt að þessi 700. leikur Jamie Carragher skyldi vera sá fyrsti sem Brendan Rodgers stýrði Liverpool sem framkvæmdastjóri í opinberum leik.
 
Jamie Carragher er einungis annar leikmaðurinn í sögu Liverpool til að leika 700 leiki fyrir félagið. Aðeins Ian Callaghan sem á leikjametið hjá Liverpool 857 leiki hefur leikið oftar fyrir Liverpool en Jamie.  

Til hamingju með áfangann Carra!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan